Saga - 2016, Qupperneq 103
fjörbaugsmann á alþingi. Með miklum liðsafnaði heyja þeir svo
féráns dóma hvor eftir annan, í Hvammi og á Staðarhóli, og liggur
við bardaga. Hvorugur fer af landi brott og er málum stefnt til
alþingis á ný og þau lögð í gerð klængs biskups, og takast þá sættir.
Til að úr þessum vanda rættist svona hafa þeir þurft að gefa hvor
öðrum upp sakir og lögrétta líklega einnig að gefa sýknuleyfi.24
Þarna tekst sem sagt að komast hjá mannvígum með því að láta
deilu aðilja leggja niður rófuna. eftir þetta fer lítið fyrir fjörbaugs-
garðssökum í heimildunum, og eins og áður er sagt hverfur fjör-
baugsgarður úr lögum með tilkomu lögbókanna á síðari hluta 13.
aldar.
Tilskipanir erkibiskups um kirkjugrið og kvennagrið
Áður var minnst á að það er fyrst 1190 sem kanónískar tilskipanir
koma frá erkibiskupi í Niðarósi um kirkjugrið og kvennagrið til
Íslands. Pólitískt baksvið þessa er að nokkru það að nýr erkibiskup
hafði verið í Róm, eiríkur Ívarsson, og kom með þennan boðskap
frá páfa, en fyrir í Noregi var Sverrir konungur sem virðist hafa
tekið undir boðskapinn í byrjun. Mikið hafði gengið á í Noregi áður.
Fyrri erkibiskup, eysteinn erlendsson, hafði orðið landflótta fyrir
Sverri konungi en komið aftur til stóls síns og reynt að sættast við
konung. Fljótlega eftir þessa komu eiríks erkibiskups í Noreg komu
þó gömul ágreiningsmál konungs og erkibiskups aftur upp á yfir-
borðið og lyktaði með því að eiríkur erkibiskup flúði land suður til
Danmerkur. Sverrir konungur dó, eins og kunnugt er, í banni erki -
biskups og páfa 1202. Þá verður aftur hlé á viðsjám með konungi og
kirkju í Noregi, með valdatöku Hákonar Sverrissonar, og sættir
takast. en Hákon Sverrisson varð ekki langlífur á valdastóli, hann
dó 1204 og upp komu að nýju átök í Noregi milli konungsefna
Birkibeina og Bagla. Þannig geisa átök og stríð í Noregi framan af
13. öld. Í þessu umhverfi átti erkibiskupsboðskapur um kirkjugrið
og kvennagrið erfitt uppdráttar bæði í Noregi og á Íslandi.
Líta má fyrst á nokkur atriði í tilskipununum. Þær eru varð -
veittar í aðeins einu íslensku handriti frá síðari hluta 15. aldar, en
textinn ber með sér að vera þýðing úr latínu og það gömul þýðing,
um grið og griðastaði á sturlungaöld 101
24 Lýsing á málsatvikum og málalokum Sturlunga saga I, bls. 72−76, sjá einnig
túlkun Lúðvíks Ingvarssonar á málalokum, Lúðvík Ingvarsson, Refsingar, bls.
147.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 101