Saga - 2016, Blaðsíða 104
líklega frá 12. öld af málfarseinkennum að dæma. Jón Sigurðsson
gaf hann út á sínum tíma í Íslensku fornbréfasafni. Upphaf textans
er svona:
Guðs réttur er til þess, og allra guðs erindreka boðorð og siður í öllum
löndum þar sem kristni er, að guðs hús sé tignað og meiri vægð við þá
staði borin er sú þjónusta er í unnin, er vér þiggjum eilíft líf af, heldur
en öngvan stað annan, hver tign að á er.
og heiðnir menn er í villu eru staddir halda með þeirri virðing sína
blótstaði, að þar skal öngu granda í, er í kemur hvorki fjárhlutum né
manni né öngu kvikfé, er í kirkjur flýr. og hefur áður margt stórlegt
hann á farið af papans hendi og hver papa endurnýjað eftir annan of
sína daga og heldur það enn.
og þó að fólk í landi þessu fyrir ófróðleiks sakir, sé blindara um ráð
sitt, heldur en flestir menn aðrir, þá skulu þeir þó það vita með sönnu
að hver þeirra er misþyrmir kirkjufriði hefir fyrirgjört hjálp sinni eilífri
og sálu sinni við guð, og er hann í sönnu banni fyrir guðs dómi, þótt
eigi sekist menn á honum, sem hinum, er að banni er lýst.25
Hér sést glöggt að verið er að innleiða suðrænan rétt; uppruni kirkju -
griðanna liggur aftur í grárri forneskju og kirkjufeður og páfar hafa
haldið þeim fram. Þegar líður á textann sést að tilskipunin er eink -
um miðuð við norskar kringumstæður, minnst er sérstaklega á fylkis -
kirkjur, en sjá má af síðari orðsendingu erkibiskups til Íslend inga að
tilskipunin hefur einnig verið send til Íslands enda er hún nú aðeins
varðveitt í íslenskri þýðingu í íslensku handriti.
Um leið og tilskipunin um kirkjugrið var samþykkt og send út
var einnig gerð sam þykkt sem ítrekar grið og friðhelgi kvenna.
Svona hljóðar upphaf hennar:
Menn þeir er konur taka með herfangi, þær er með nýtu hafa jafnan
verið, eða þær, er góðir menn vitu að í návist hafa verið með þeim, að
skilst hafa með óráð sín og skriftir fyrir tekið og því síðan haldið með
góðri aðferð, þá hver er þær tekur nauðgar, hvort er hann festir nauðgar
eða eigi, þá með því að hann brýtur í því guðs rétt og frelsi, það er guð
sveinbjörn rafnsson102
25 Diplomatarium Islandicum. Íslenzkt fornbréfasafn [hér eftir DI] I. Útg. Jón Sigurðs -
son (kaupmannahöfn: Hið íslenzka bókmenntafélag: 1857), bls. 231. Ætla
verður að texti þessi sé úr tilskipun frá árinu 1190 en ekki frá „um 1176“ eins
og talið er í útgáfunni. Sömuleiðis er tímasetning greinar innar um konur sem
teknar eru herfangi strax á eftir í DI I, bls. 233, röng. Báðar þessar greinar eru
úr fyrstu erkibiskupstilskipun eiríks Ívarssonar 1190, sbr. Regesta Norvegica I,
822−1263. Útg. erik Gunnes (oslo: Riks arkivet 1989), bls. 85−86, sbr. bls. 90.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 102