Saga - 2016, Qupperneq 105
hefur tjáð hverjum, þá er sá hver eftir fornri skipan í guðs banni og
papans og allra heilagra manna.
Hér er bann við hvers kyns nauðgunum kvenna og skírskotað til
guðfræðilegra kenninga um frelsi hvers einstaklings.
Kvennagrið og kirkjugrið í frásögnum Sturlungu
Í sögum Sturlungusafnsins má sjá að nokkru hvernig kvennagrið og
kirkjugrið virðast hafa unnið á og breiðst út, eftir því sem leið á 13.
öld, en um leið hvernig þau voru rofin og lítilsvirt. Vissulega er
margs að gæta við notkun frásagnarheimilda eins og þessara sagna;
þær eru skrifaðar eftir á og eru fullar af alls konar hneigðum og rétt-
lætingum höfunda og heimildarmanna, eins og bent hefur verið á
að nokkru hér á undan.
kvennarán eða kvennanám virðast hafa tíðkast bæði í Noregi og
á Íslandi, ekki síst meðal höfðingja á 12. og 13. öld. Vitnisburð um
kvennanám má lesa í áðurnefndri Sturlu sögu, í frásögnum af fram-
ferði Sturlunga og Vatnsfirðinga,26 enn eitt atriði sem bendir til
heimildarkonunnar, Guðnýjar Böðvarsdóttur, og vakandi vitundar
um boð kirkjunnar. enn fremur er vitnisburður um kvennanám í
Íslendinga sögu Sturlu Þórðarsonar. Þar á í hlut tengdamóðir Sturlu,
Jóreiður Hallsdóttir, en henni var rænt og reynt að þvinga hana til
festa.27
Um kirkjugrið er t.d. sérstaklega tíundað í Íslendinga sögu Sturlu
hvernig Hóladómkirkja var saurguð í átökunum við Guð mund
biskup, en Sturlu og föður hans, Þórði, er lýst sem vinum biskups. Í
Hólabardaga 1209 er biskupsmaður drepinn í kirkjugarðinum svo
„blóðið hraut“ á kirkjuna.28 Aftur er Hóladómkirkja ötuð blóði 1232,
þegar biskupsmaður er drepinn við hana.29 Þá er sagt frá þeim sið
höfðingja að búast vopnaðir til varnar við kirkjur og í kirkjugörðum.
Biskupsmenn haga sér þannig á einarsstöðum 1220,30 þannig er bar-
um grið og griðastaði á sturlungaöld 103
26 Sturlunga saga I, bls. 103−105. Sjá einnig Sveinbjörn Rafnsson, Ólafs sögur
Tryggvasonar. Um gerðir þeirra, heimildir og höfunda (Reykjavík: Háskóla útgáfan
2005), bls. 130−140, um breytingar á lögum og reglum um samgang kynjanna
og hjúskap og áhrif þeirra á sagnaritun á Íslandi.
27 Sturlunga saga I, bls. 309−311.
28 Sama heimild, bls. 252.
29 Sama heimild, bls. 338.
30 Sama heimild, bls. 275.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 103