Saga - 2016, Side 107
og það efndi hann.“41 einnig má sjá í öðrum frásögnum Sturlungu
að kirkjugrið eru oftast haldin eftir þetta. Þannig virðist ekki rænt
úr kirkju á Silfrastöðum 1254, þegar brennumenn koma þar,42 og
brennumanni, sem tekinn var undir kirkjunni í Flatey á Skjálfanda
1254, er hlíft „er hann var svo nær kirkjunni tekinn.“43 eftir Þverár -
bardaga 1255 komst Snörtur Tómasson úr Selárdal í kirkju á Munka -
þverá „og heitaðist Þorvaldur að draga hann út úr kirkjunni, áður
hann náði brynjunni af honum, þeirri er oddur, bróðir Þorvalds,
hafði í Geldingaholti, þá er hann var veginn.“44 Snörtur slapp
þannig með skrekkinn. Árið 1264 eltu oddaverjar Gissur jarl og
komst jarl lítt sár í kirkju í Bræðratungu. „en þeir menn er minna
háttar þóttu vera, eggjuðu að brotin myndi vera kirkjan“; á það féll-
ust Andreassynir og aðrir oddaverjar ekki og þannig slapp jarl.45
Samkvæmt þessu héldu kirkjugriðin.
Nýr Kristinréttur og lögbækur
Í kristinrétti Árna biskups, sem lögtekinn var fyrst 1275, eru ströng
ákvæði um þyrmsl kirkna og kirkjugarða og þeir sem þau rjúfa
taldir óbótamenn. Bannað er að berjast í kirkju eða kapellu eða
kirkjugarði vígðum og þeir sem þangað flýja og verðugir eru skulu
njóta kirkjugriða.46 einnig má lesa í Hirðskrá Magnúsar lagabætis
frá um 1277: „Það höfum vér heitið guði, bæði konungur og allt
föru neyti hans, að vér skulum jafnan halda kirkjugrið og kvenna -
frið.“47
Varðandi grið og griðastaði munu þó mestu máli hafa skipt hin-
ar nýju lögbækur, sem konungur og hans menn hlutuðust til um að
teknar voru upp á Íslandi á síðari hluta þrettándu aldar, Járnsíða
1271 og Jónsbók 1281. Í þeim voru ýtarlegir bálkar um mannhelgi.
Þar eru mannvíg lýst glæpsamleg og hver maður friðheilagur.
um grið og griðastaði á sturlungaöld 105
41 Sturlunga saga II, bls. 40.
42 Sturlunga saga I, bls. 501.
43 Sama heimild, bls. 503.
44 Sama heimild, bls. 518.
45 Sama heimild, bls. 531.
46 Járnsíða og Kristinréttur Árna Þorlákssonar. Útg. Haraldur Bernharðsson,
Magnús Lyngdal Magnússon og Már Jónsson (Reykjavík: Sögufélag 2005), bls.
151−154.
47 Hirdskråen. Hirdloven til Norges konge og hans handgångne menn. etter AM 322 fol
ved S. Imsen (oslo: Riksarkivet 2000), bls. 146.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 105