Saga - 2016, Page 108
Þetta voru nýmæli í löggjöf á Íslandi. Þeir sem unnu níðingsverk,
skemmdar víg eða önnur óbótamál voru „bæði fyrir konungi og
karli, dræpir og deyddir.“ Meðal slíkra mála voru níðingsvíg, það er
„ef maður vegur mann í griðum. Það er og níðingsvíg, ef maður veg-
ur tryggðamann sinn.“ Meðal óbótamanna eru taldir þeir „er konur
taka með ráni eða herfangi móti guðs rétti og manna … Það er enn
óbótamál, ef maður tekur konu nauðga.“48
Með ákvæðum lögbókanna og kristinréttarins hefur væntanlega
tekist að friða samfélagið frekar en áður, með færri mannvígum og
minni blóðsúthellingum, og menn reynt að draga úr ofbeldi, ekki
síst gegn konum.
Lokaorð
Frá fornu fari hafa grið líklega verið fylgifiskur húsbónda- og hern -
aðarvalds á Íslandi. Lög og venjur um grið og griðastaði virðast hafa
tekið breytingum með kristnitöku. kirkjur hafa verið of fáar og smá-
ar í fyrstu til þess að kirkjugrið gætu tíðkast. Í stað þess virðast m.a.
fjörbaugsgarðsgrið, mótuð af Móselögum, hafa verið sett í lög. Þau
lög verða, með trúarlegri og samfélagslegri þróun, úrelt og ófull-
nægjandi á 12. öld. Í stað þeirra reynir kirkjan að koma á kanón -
ískum rétti um kirkjugrið og kvennagrið en innleiðing hans gengur
brösuglega, m.a. vegna pólitískrar og samfélagslegrar tregðu, ekki
síst meðal höfðingja. Sést það glöggt af frásagnarheimildum frá 13.
öld, ekki síst Sturlungu. Á síðari hluta 13. aldar nær þó kirkjan sínu
fram með atbeina konungsvalds, eins og sjá má af nýjum kristinrétti
og lögbókunum Járnsíðu og Jónsbók.
sveinbjörn rafnsson106
48 Sjá Mannhelgi Járnsíðu í Járnsíða og Kristinréttur Árna Þorlákssonar, bls. 74 og
áfram; og Jónsbókar í Jónsbók. Kong Magnus Hakonssons Lovbog for Island ved -
taget paa Altinget 1281. Útg. Ólafur Halldórsson (kaupmanna höfn: S. L. Møller
1904), bls. 35 og áfram.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 106