Saga - 2016, Side 111
holur kassi og grófur strengur 109
um íslenska fiðlu og langspil í inngangi Bjarna Þorsteinssonar að
Íslenskum þjóðlögum sem komu út 1906−19093 og grein Matthíasar
Þórðarsonar, þáverandi þjóðminjavarðar, frá 1919 um íslenska fiðlu
sem gefin var Þjóðminjasafninu árið 1888.4 Matthías vitnar heil -
mikið til beggja fyrrnefndu ritgerðanna en enginn virðist síðan hafa
skrifað nokkuð þar sem reynt er að seilast lengra aftur í tímann og
rýna betur í heimildir sem liggja að baki skrifum þessara þriggja
manna.
Annað sem ýtti undir þessa athugun mína var löngun til að
hrófla við því viðhorfi sem virðist ríkja um hljóðfæraleik Íslendinga,
þeirri hugmynd að landsmenn hafi alls ekki spilað á hljóðfæri á öld-
um áður. Auðvelt er að finna dæmi um slík viðhorf á prenti og
nægir að nefna tvö. Það fyrra er úr viðtali við íslenskan tónlistar -
fræðing sem segir: „Við áttum í raun og veru engin hljóðfæri; þótt
við tölum stundum um langspil og slíkt þá voru þau ekki algeng og
oft lítið notuð …“5 Seinna dæmið er úr viðtali við Nick Prior, félags -
fræðing frá School of Social and Political Science við edin borgar -
háskóla, í tilefni af fyrirlestri sem hann hélt á ráðstefnu um norræna
popptónlist við háskólann í Hróarskeldu:
Historien om den islandske musik er også historien om knaphed.
Ifølge Nick Prior var der langt op i tiden stort set ingen traditionelle
vesteuropæiske instrumenter på Island: »Der har muligvis eksisteret
instrumenter, som ikke har overlevet til i dag, men indtil midt i det
19. århundrede kender man kun til et par traditionelle strengeinstru-
menter. De klassiske vesteuropæiske instrumenter er stort set fra-
værende; langt op i historien er der ingen klaverer, ingen violiner,
ingen celloer. Is lændingene prøvede at importere orgler og andre
instrumenter, men de kunne ikke overleve i det islandske klima,«
siger Nick Prior.6
Niðurstaða Priors, samkvæmt viðtalinu, er sú að vegna hljóðfæra-
skortsins sé röddin svo mikilvæg í íslenskri tónlist. Rannsókn hans
3 Bjarni Þorsteinsson, Íslenzk þjóðlög (kaupmannahöfn: S. L. Møller 1906–1909),
bls. 67–75.
4 Matthías Þórðarson, „Íslensk fiðla“, Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 34. árg.
(1919), bls. 1–12.
5 Mikael Torfason, „eina alíslenska tónlistarhefðin“, Fréttatíminn 11. janúar 2013,
bls. 52.
6 Vef. Anders Boas, Islandsk musik sprudler mod alle odds. http://videnskab.
dk/kultur-samfund/islandsk-musik-sprudler-mod-alle-odds, 20. febrúar 2013.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 109