Saga - 2016, Page 112
byggist á þátttöku og vettvangsviðtölum og þessi ályktun hans um
hljóðfæri á Íslandi því án efa byggð á upplýsingum frá íslensku tón-
listarfólki. Það er í sjálfu sér rétt að flest þau hljóðfæri sem Prior
nefnir urðu ekki algeng hér á landi fyrr en tiltölulega seint á 19. öld,
en þarna birtist einnig skýrt sú skoðun sem hefur verið ríkjandi, að
einu hljóðfærin sem Íslendingar léku á hafi verið hin „þjóðlegu og
séríslensku“ langspil og íslensk fiðla. Þetta viðhorf virðist að nokkru
leyti eiga rætur sínar að rekja til áðurnefndra þriggja — um 100 ára
gömlu — heimilda.
en hvaðan kemur þetta viðhorf og þær alhæfingar sem íslenskt
tónlistarfólk virðist oft hafa á takteinum? Ljóst er að auðveldara er
að finna heimildir um hljóðfæri sem notuð voru á opinberum vett-
vangi en þau sem lítið fer fyrir og voru notuð og jafnvel smíðuð af
alþýðufólki. Hér á eftir verða því skoðaðar ólíkar heimildir um
hljóðfæri sem almenningur á Íslandi lék á, sér (og öðrum) til skemmt -
unar á ýmsum tímum, langoftast án stuðnings nótna eða nótna-
skriftar. Athugunin spannar langt tímabil, eða frá 16. öld og fram til
um 1900, sem hefur þann kost að unnt er að skoða hvernig viðhorfin
hafa breyst í tímans rás. Svo langur tímarammi er einnig nauðsyn-
legur svo ná megi yfir heimildir um margvísleg hljóðfæri sem höf-
undur hefur kosið að nefna alþýðuhljóðfæri. ekkert þeirra er al -
íslenskt eða sérstaklega þjóðlegt, heldur eru þau öll af sama tagi og
þau hljóðfæri sem leikið hefur verið á af nágrönnum okkar í Norður-
evrópu. Í mörgum tilfellum hafa einstök hljóðfæri þó verið smíðuð
af notendunum hér á landi. Við smíðina hafa þeir bæði notið góðs
af kunnáttunni sem var fyrir hendi í landinu frá upphafi og stuðst
við innfluttar fyrirmyndir.
Elstu hljóðfærin
Talið er að elsta hljóðfærið sem áreiðanlega var leikið á á Íslandi og
varðveist hefur sé svokölluð munngígja (einnig kölluð kjálkaharpa
eða gyðingaharpa) sem grafin var upp í fornleifauppgreftri á Stóru-
Borg undir eyjafjöllum og er talin vera frá 16. eða 17. öld.7 Slík hljóð -
færi eru talin með þeim elstu í heiminum; þau elstu hafa fundist í
rósa þorsteinsdóttir110
7 Smári Ólason, „organ, trómet og harpan söng. Hljóðfæri og tónlistariðkun fram
á 19. öld“, Hlutavelta tímans. Menningararfur á Þjóðminjasafni. Ritstj. Árni Björns -
son og Hrefna Róbertsdóttir (Reykjavík: Þjóðminjasafn Íslands 2004), bls. 372–
381, hér bls. 374.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 110