Saga - 2016, Síða 114
Þessi íslenska flauta kemur annars hvergi fram í skrám yfir safn
Worms, hvorki fyrr né síðar,14 og starfsfólk danska þjóðminja safns -
ins (Nationalmuseet) staðfesti að flautan hefði líklega týnst úr safninu
þegar á 17. öld. Fleiri blásturshljóðfæri sem búin voru til á Íslandi
bárust til Danmerkur því í Prestasögum sínum segir séra Jón í
Hítardal frá því er Ögmundur Pálsson fékk tvo presta til að smíða
tvo lúðra úr rostungstönnum sem hann tók síðan með sér til kaup -
mannahafnar og gaf kóngi og „kóngsins frillu“ til að liðka fyrir bisk-
upsvígslu sinni.15
Arngrímur Jónsson lærði (1568–1648) var samtímamaður og
pennavinur ole Worms og hann nefnir í Anatome Blefkeniana 1613 að
Íslendingar hafi sjálfir smíðað sér hljóðfæri og tekist vel upp.16 ekki
er þó alveg víst að hægt sé að taka þessi skrif Arngríms bókstaflega,
a.m.k. bendir Árni Heimir Ingólfsson á að það sem hann segir um
margradda tónlist hafi ekki stuðning af neinum öðrum heimild -
um.17 Aftur á móti má nefna að séra oddur oddsson (1565–1649) er
sagður hafa verið „vel að sér í söng og hljóðfæraslætti,“ og hafa
sjálfur smíðað hljóðfæri18 og ekki þarf að slá því föstu að séra oddur
hafi verið sá eini sem hægt var að segja slíkt um. Í erfiljóði sem ort
var eftir Magnús Gissurarson (1591–1663), bartskera á Lokin hömr -
um í Arnarfirði, kemur fram að hann hafi leikið á hljóðfæri „með
rósa þorsteinsdóttir112
14 H.D.,Schepelern, Museum Wormianum, bls. 354.
15 Lbs. (Landsbókasafn Íslands-Háskólabókasafn, handritadeild) Lbs. 174 4to,
Prestasögur Jóns Halldórssonar í Hítardal, 107r−108r.
16 Arngrímur Jónsson, Anatome Blefkeniana Qua Ditmari Blefkenii viscera, magis
præcipua, in Libello de Islandia, An. M.DC.VII. edito, convulsa, per manifestam ex -
enterationem retexuntur. 2. útg. (Hamburgi: officina Typo graphica Henrici
Carstens 1613), bls. 52. Málsgreinin um tónlist hljóðar svo: „Quoad Musicam
& melodiam, non fuerunt adeo amusi nostri homines, quin instrumenta
Symphoniaca ipsi artificiose facerent, & melodiam vel musicam, ut vocant,
figura tivam, recentiore memoria noverint. Sunt etiam, qui cantionis 4.5. aut
plurimum vocum excogitent ipsi, & non imperité concinnent.“ (Að því er
varðar tónlist og sönglög hafa landar vorir ekki verið svo illa að sér að þeir hafi
ekki getað búið til hljóðfæri af kunnáttusemi og þekkt, fyrir ekki svo löngu,
svonefnda hrynbundna tónlist eða sönglög. Sumir hugsa jafnvel sjálfir upp lög
með fjórum, fimm eða fleiri röddum og skipa þeim niður af nokkurri kunn -
áttu. Þýð. Árni Heimir Ingólfsson).
17 Ópr. Tölvupóstur Árna Heimis Ingólfssonar til höf. 11. september 2014. Sjá
ummæli Arngríms í nmgr. hér á undan.
18 Þorvaldur Thoroddsen, Landfræðissaga Íslands II, bls. 59.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 112