Saga - 2016, Side 116
rósa þorsteinsdóttir114
24 Jakob Benediktsson, „Glíman við orðabók Jóns Ólafssonar“, bls. 21.
25 SÁM. (Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, handritasafn) AM 433
fol. VIII 2, bl. 288r: „ad Spil. Laang Spil, instrumentum musicum, fidibus
instruetum [!]. Danicè Langeleeg. Spectat ad hljood-færi, ut: fidla, fjool, harpa,
symphoon et clavier, aliis clavicordium. item Bumba; vesicam habens inflatam.
Loqvos enim de illis instrumentis tantum qvæ Islandis sunt familiari simi.“
Fjöldi af lausum miðum hefur fylgt orðabókarhandritinu og hafa þeir nú verið
bundnir inn með því á viðeigandi stöðum. Seðlarnir voru aftur á móti ekki
teknir með þegar handritið var ljósmyndað, á 6. áratug 20. aldar, og því ekki
orðteknir með öðrum texta orðabókarinnar, sjá Jakob Benediktsson, „Glíman
við orðabók Jóns Ólafssonar“, bls. 20. Þetta er ástæðan fyrir þeim misskilningi
að orðið langspil sé ekki að finna í orðabókinni, sjá t.d. Vef. Vil hjálm ur Örn
Vilhjálmsson, „Heimildir um langspil fyrir aldamótin 1900“, Fornleifur 23.03.
2013, sótt 28. júní 2016: http://fornleifur.blog.is/blog/fornleifur/entry/1287
106/.
26 Í heimildum framundir 1900 virðist vera átt við íslenska fiðlu þegar talað er
um fiðlu, en þegar átt er við fiðlu sem lögð er undir vanga til að spila á er
notuð einhver mynd af orðinu fíól.
27 Jón Samsonarson, „Sorgarljóð og gleðikvæði prestsins á Árskógsströnd“, Gripla
5 (1982), bls. 7–34, hér bls. 21.
28 Þetta er ekki einsdæmi eins og sést í minningum Benedikts Gröndal, sem segir
frá kvæðabók Halldórs Davíðssonar er bar titilinn „Lítil tvístrengjuð fiðla.
Fyrri partur, með andlegrar merkingar hljóði. Síðari partur, með veraldlegrar
merkingar hljóði“, Benedikt Gröndal, Dægradvöl (Reykjavík: Forlagið 2014), bls.
135.
mannlífs á 18. öld“24 og má sannarlega gera ráð fyrir því að bumban
sem Jón lýsir hafi verið hversdagslegt hljóðfæri, jafnvel heima smíð -
að en gæti einnig vel hafa borist til landsins frá evrópu. Á lausum
miða með viðbót við flettiorðið „spil“ telur Jón síðan upp þau hljóð -
færi sem þekktust séu á Íslandi en það eru, auk bumbunnar, lang -
spil, fiðla, fíól, harpa, symfón og clavier eða clavicordium.25
Íslensk fiðla26
Frá tíma þeirra Arngríms lærða og ole Worm er annars ekki mikið
um beinar heimildir um hljóðfæri á Íslandi en stundum er minnst á
þau í kveðskap, svo sem þegar séra Jón einarsson í Stærra-Árskógi
(um 1600–1674) talar um harmafiðlu í erfikvæði eftir konu sína.27
Séra Guðmundur erlendsson í Felli (1595–1670) líkir kvæðabók
sinni við fiðlu með tvo strengi þar sem bókin skiptist í tvo hluta:
veraldlegan og andlegan, rímur og sálma.28 kvæðabókina kallar
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 114