Saga - 2016, Side 117
holur kassi og grófur strengur 115
Guðmundur bókstaflega „Andleg Gya edur hliodfære“, og í inn-
gangskvæðinu „Til lesarans“ segir:29
1. Gyu Streinge tjäe eg tuo
tals: wr girni snüna
minnar eins eg seigi so
wr samstædumm tilbüna.
2. Fyrre partur hennar hefur
heiløg vers og kuæde
Annar: siädu af sier giefur
ypparleg heilræde.
19. ydur kueri ødru til
er eg i veg ad midla
Rÿmur og psälma, þar eg þyl
þad er ein anndleg Fydla
Guðmundur talar ýmist um gígju eða fiðlu og virðist nota þau orð
eins og samheiti, en íslenska fiðlan er annað strengjahljóðfærið sem
best er þekkt og hefur oftast tvo strengi. Það er ekki fyrr en á seinni
tímum sem farið er að kalla hljóðfærið íslenska fiðlu og er það vafa-
laust gert til að aðgreina það frá þeirri fiðlu sem nú er best þekkt, en
sú venja getur valdið þeim misskilningi að hér sé um séríslenskt
hljóð færi að ræða. Hljóðfæri af þessari gerð voru þekkt annars staðar
á Norðurlöndum á miðöldum og er 12. aldar höggmynd í Niðarós -
dómkirkju líklega besta dæmið þar um.30
Helga Jóhannsdóttir, sem safnaði saman margskonar heimildum
um íslenska fiðlu og langspil en birti ekki mikið þar um, skrifaði
eftir farandi lýsingu á íslenskri fiðlu í sýningarskrá fyrir Tónlistar -
sögusafnið í kaupmannahöfn árið 1972:
29 Lbs. JS 232 4to. Andleg gígja eður hljóðfæri. endurskrifuð á Bjarnastöðum í
Unadal 1688–1689 af Skúla Guðmundssyni, bl. 2r–v. kvæðabókin er varðveitt
í fleiri handritum, sjá Þórunn Sigurðardóttir, Heiður og huggun, bls. 49–50 nmgr.
38.
30 Smári Ólason, „organ, trómet og harpan söng“, mynd á bls. 374; sjá einnig
umfjöllun um orðið fiþla–fidhla í fornsænsku: eve Helenius-Öberg, „Danz ok
leker ok fagher ord. kring musikterminologi i fornsvensk tradition“, Dans och
lek och fagra ord. En syndares omvändelse. Den hellige Olafs historier. Tre uppsatser
om fornsvenska. MINS 41. Ritstj. Patrik Åström (Stockholm: Institutionen för
nordiska språk 1995), bls. 11–70, hér bls. 31–35, og Wilfried Ulrich, The Story of
the Hummel (German Scheitholt). Þýð. Christa Farnon (Cloppenburg: Museums -
dorf Cloppenburg — Niedersächsisches Freilichtmuseum 2011), bls. 16.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 115