Saga - 2016, Síða 119
holur kassi og grófur strengur 117
fiðluleikari.35 Um Latínu-Bjarna (1709–1790), sem einnig má teljast
þjóðsagnapersóna, orti Árni Böðvarsson (1713–1776):36
Smiður bezti, vanur til veiða,
vistast hjá honum allar listir,
fiðlu og symfun fer með tíðum,
fíól, hörpu, langspil, gígju;
kirurgus er mörgum meiri,
maður tryggur, vel ættaður,
orðsnotur, skáld, allvel lærður.
Árni kveður um Jónsson Bjarna.
Bjarni orti sjálfur gamansamt brúðkaupskvæði veturinn 1731–32 en
þá var hann skólapiltur í Skálholti. Brúðkaupið á að vísu að fara
fram einhvers staðar í útlöndum en tekur þó greinilega mynd af
umhverfi og samfélagi höfundarins.37 Þetta sést t.d. á því að veislan
er haldin í baðstofu en einnig því að siðirnir, sem lýst er í kvæðinu,
samræmast þeim brúðkaupssiðum sem eggert Ólafsson (1726–1768)
lýsir og mælir með.38 Þetta á einnig við um tónlistariðkunina því á
báðum stöðum er talað um tvísöng og hljóðfæraleik. Í kvæðinu eru
þessi erindi:39
Í miðbaðstofu mátti sjá,
mér leizt fordeild [!] að hlýða á,
Símon í Höfða bassann bezt
Byrjar, það þykir skemtan mest,
Tenor að kyrja trúi’ eg sé
Tamt Jóni í Haga Grímssyne;
Læt ég þá aðra liggja’ í hlé.
35 Sjá t.d. Ólafur Davíðsson, Íslenzkar þjóðsögur I, 3. útg. Þorsteinn M. Jónsson bjó
til prentunar (Reykjavík: Þjóðsaga 1978), bls. 11–12; konrad Maurer, Íslenskar
alþýðusögur á okkar tímum. Þýð. Steinar Matthíasson (Reykjavík: Háskóla -
útgáfan 2015), bls. 120–123.
36 Gísli konráðsson, Söguþættir. Útg. Jón Þorkelsson (Reykja vík: einar Gunnars -
son og Sögufélagið 1915–1920), bls. 224.
37 Fólk sem nafngreint er í kvæðinu gæti hafa verið raunverulegt fólk, a.m.k. eru
bæjarnöfnin raunveruleg nöfn á bæjum í nágrenni Skálholts.
38 eggert Ólafsson, Uppkast til forsagna um brúðkaupssiðu hér á landi. Þorfinnur
Skúlason og Örn Hrafnkelsson bjuggu til prentunar (Hafnarfirði: Söguspek -
inga stifti 1999).
39 Gísli konráðsson, Söguþættir, bls. 235.
Tromet, pípu og trumbu són
tíðkaði bezt Hrosshaga-Jón,
organ að troða Símon sést,
Sú var nú listin allra bezt,
Jón trassi kallar hóp í hátt:
Herði þið vel á streingja mátt,
Góðu fólki svo gerist kátt.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 117