Saga - 2016, Side 121
holur kassi og grófur strengur 119
ástæða til að taka dæmi um hljóðfæri í orðabók sinni og má ætla að
það séu þau hljóðfæri sem honum eru efst í huga.46
Langspil
Hitt strengjahljóðfærið sem flestir þekkja eða vita af úr fortíðinni er
langspil, sem Jón Steingrímsson eldklerkur (1728–1791) spilaði á
með list, eins og hann segir sjálfur frá í ævisögu sinni: „skólabræður
mínir … lokkuðu mig um ein jól að koma þangað að sjá stað og fólk
og slá þar upp á langspil, er eg með list kunni …“47 Jón minnist
nokkrum sinnum á hljóðfæraleik en eina hljóðfærið sem hann nefnir
sérstaklega er langspilið. Undir lok ævisögunnar segir hann nokkuð
frá ánægju sinni af tónlist, segist ekki vera mikill söngmaður og hafi
þess vegna lært hljóðfæraleik. Þó kemur að því að hann getur ekki
lengur spilað:
Nú eptir jarðeldsumgang(inn) hætti (eg) að fara með hljóðfæri af marg-
faldri mæðu þeirri, sem yfir mig féll.
Þá eg í minni Setbergsferð, hvar um áður er getið, hafði næturstað á
Bæ í Borgarfirði, sá eg þar snorturt langspil, er þar hékk, og þarverandi
húsmóðir Madme Þuríður Ásmundsdóttir átti og brúkaði. Hún, sem
gera vildi mér alt til þénustu og afþreyingar, bauð mér það til að slá
upp á það. og þá eg það reyndi, gat eg það ei fyrir innvortis angursemi
og hugsun til fyrri daga hvað þá hún sá, tók hún sjálf að spila á það ein
þau listilegustu lög, hvar eg endurlifnaði við og fékk þar af sérleg
rólegheit.48
Þarna sést að langspil Jóns og hljóðfæraleikur hans hefur ekki verið
neitt einsdæmi, en öðrum heimildum frá svipuðum tíma ber þó ekki
saman um hljóðfæraeign og hljóðfæraleik Íslendinga. Niels Horre -
bow (1712–1760), sem dvaldist hér á landi árin 1749–1751, segir að
engin hljóðfæri þekkist á Íslandi þó að einstaka „vittigt Hoved“ hafi
gert sér eftirlíkingar af fíólum sem þeir hafi séð í kaupstöðunum, en
þá kunni þau ekkert með þau að fara.49
46 Þetta er t.d. við flettiorðin ‘dans’, ‘girni’, ‘strengur’ og ‘slá’.
47 Jón Steingrímsson, Ævisaga Jóns prófasts Steingrímssonar eptir sjálfan hann.
Sögurit 10 (Reykjavík: Sögufélag 1913–1916), bls. 65.
48 Jón Steingrímsson, Ævisaga, bls. 297–299, hér bls. 299.
49 Niels Horrebow, Tilforladelige Efterretninger om Island. Med et nyt Landkort og 2
Aars Meteorologiske Observationer (kaupmannahöfn: [s.n.] 1752), bls. 375–376.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 119