Saga - 2016, Síða 127
holur kassi og grófur strengur 125
færa. Skoðanir hans á öðrum viðfangsefnum, t.d. framförum og
uppfræðslu almennings, falla óneitanlega að þeim viðhorfum eins
og sést hér að framan. Margir telja að sú hugmyndafræði upplýsing-
arinnar sem Magnús bar á borð hafi fallið í grýttan jarðveg meðal
Íslendinga og hafi „gleikkað bil milli hugarheims lærðra manna og
alþýðu“,72 en ljóst er að stefnan hafði býsna mikil áhrif á mennta-
menn og embættismenn og áhrifa hennar gætti langt fram eftir 19.
öld.73 Hallgrímur Helgason bendir einmitt á að þegar Pétur Guð -
johnsen vari við langspilinu og láti í ljós skoðanir sínar á sönglist
Íslendinga þræði hann „kjölfar Magnúsar“ Stephensens.74
Sóknalýsingar
Árið 1839 sendi deild Hins íslenzka bókmenntafélags í kaupmanna -
höfn boðsbréf til presta á Íslandi og bað þá um að semja lýsingu á
sóknum sínum, bæði náttúrufari, landslagi og mannlífi.75 Með bréf-
inu fylgdu 70 spurningar og laut spurning númer 57 að hljóðfærum
og söng. Flest svörin eru samin á árunum 1839–1843 eða skömmu
eftir það, en nokkrar lýsingar eru til frá árunum 1872–1875 og úr
örfáum sóknum eru til tvær skýrslur, stundum samdar með fárra
ára millibili.76
72 Loftur Guttormsson, „Fræðslumál“, Upplýsingin á Íslandi. Tíu ritgerðir, bls. 149–
182, hér bls. 178. Sjá einnig Ingi Sigurðsson, „Upplýsingin og áhrif hennar á
Íslandi“, bls. 27, og Hjalti Hugason, „Guðfræði og trúarlíf“, Upplýsingin á
Íslandi. Tíu ritgerðir, bls. 119–148, hér bls. 145–146.
73 Sjá t.d. Helga k. Gunnarsdóttir, „Bókmenntir“, Upplýsingin á Íslandi. Tíu rit -
gerðir, bls. 216–243.
74 Hallgrímur Helgason, Íslands lag. Þættir sex tónmenntafrömuða (Reykjavík:
Leiftur 1973), bls. 16.
75 Loftur Guttormsson, „Jónas Hallgrímsson og Íslandslýsing Bókmenntafélags -
ins: Áform og aðdrættir“, Hrafnaþing 4 (2007), bls. 17–30.
76 Sýslu- og sóknalýsingar Hins íslenzka bókmenntafélags 1839–1873. I Húnavatns -
sýsla. Útg. Jón eyþórsson. Safn til landfræðisögu Íslands (Akureyri: Norðri
1950), bls. vii–xvi. Flestar sýslu- og sóknalýsingarnar hafa nú verið gefnar út
(1937–2007) og þær útgáfur eru notaðar við þessa athugun. Dæmi eru þó um
að ef svör eru til bæði frá um 1840 og um 1870 sé eingöngu eldra svarið prent -
að, sjá t.d. Þingeyjarsýslur. Sýslu- og sóknalýsingar Hins íslenska bókmenntafélags
1839–1844 (Reykjavík: Gott mál 1994), bls. 6–7. Í stað þess að vísa til hverrar
útgáfu fyrir sig verður hér á eftir aðeins vitnað til sóknar, ártals skýrslunnar og
sýslu.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 125