Saga - 2016, Page 130
Séra Björn Halldórsson (1774–1841), sóknarprestur í Garði í
kelduhverfi, svaraði spurningu 57 á þessa leið 1839: „Varla er þess
getandi að hljóðfæri séu leikin hér í sveit. Þó er hér til bæði langspil
og fiðla, og tveimur ungum mönnum einkum lagið að leika á þessi
hljóðfæri.“ Annar þessara ungu manna hlýtur að vera Sveinn Þór -
arins son sem fæddist í kílakoti í kelduhverfi 17. mars 1821.91
Fyrsta harmonikan?
Sveinn Þórarinsson hélt dagbækur frá ársbyrjun 1836 svo að segja
til æviloka, en hann lést 16. júlí 1869 og er seinasta færsla dagbók-
anna frá 29. júní.92 Í dagbókunum segir hann m.a. frá tónlistariðkun
sinni. Þar sést að á meðan hann átti enn heima í kelduhverfi hefur
hann stundum verið á prestssetrinu í Garði með hljóðfæri, svo sem
10. apríl 1837 þegar Sveinn skrifar: ,,eg fór uppí Garð aptur og hafði
með mér fiðlu og langspil og var þar komandi viku.“93 Björn Hall -
dórsson, sá prestur sem svaraði spurningaskránni 1839, „hélt uppi
fræðslustarfi á heimili sínu þar sem hann veitti mörgum drengjum
skólatilsögn“ en frá 1834 til 1839 var aðstoðarprestur hans Hóseas
Árnason (1806–1861) og varð hann þá einn helsti kennari Sveins.94
Það var þó hvorki Hóseas né Björn sem spilaði á flautu fyrir Svein
þann 1. desember 1841 þegar hann skrifar í dagbókina: ,,Fór eg um
dagin uppað Garði með smávegis og hafði með mér fiðlu mína.
Skaut 2 rjúpur á leiðinni. eg var í Garði um nottina og sló fiðlu um
kvoldið. Presturinn spilaði fyrir mig á flautu“.95 Magnús Jónsson
(1809–1889) var þá orðinn prestur í Garði og daginn eftir lánaði
hann Sveini flautuna og „danskt sögukver“.96 Nokkrum dögum
rósa þorsteinsdóttir128
91 Um Svein, sjá Gunnar F. Guðmundsson, Pater Jón Sveinsson Nonni (Reykjavík:
opna 2012), bls. 22–34.
92 Þær hafa þó ekki varðveist alveg allar, sjá sama rit, bls. 18.
93 Lbs. ÍB 859 8vo Dagbók Sveins Þórarinssonar 1836–40, 10. apríl 1837.
94 Gunnar F. Guðmundsson, Pater Jón Sveinsson, bls. 23.
95 Lbs. ÍB 680 8vo Dagbækur Sveins amtsskrifara Þórarinssonar 1841–43 og 1846–
69, sex bindi, I 1. desember 1841.
96 Sama heimild, 2. desember 1841. Sá sami séra Magnús Jónsson skrifaði lýs ingu
Grímseyjarsóknar 1839 og svaraði sp. 57 svo: „Hljóðfæri þekkja menn hér ekki
nema það algenga langspil og hafa líklegast lítið skynbragð á þeim. Nótna -
söngur vita þeir ekki hvað er.“ Hann nefnir sem sagt ekki flautuna! Um tón-
listariðkun Magnúsar sjá t.d. Sveinn Skorri Höskuldsson, Benedikt á Auðnum.
Íslenskur endurreisnarmaður (Reykjavík: Mál og menning 1993), bls. 509–510.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 128