Saga - 2016, Blaðsíða 131
holur kassi og grófur strengur 129
seinna hefur hann lesið „danska kverið prestsins“ en bætir við: „en
lítið get eg á flautuna spilað“.97
Ljóst er að Sveinn hefur verið mikill áhugamaður og e.t.v. ekki
dæmigerður iðkandi tónlistar, en dagbækur hans bera þó vitni um
að hann hafi ekki verið einn á báti í þessum efnum.98 Merkilegast er
þó líklegast hve snemma Sveinn eignaðist og lék á harmoniku. Það
var 5. júní 1842 sem hann sá fyrst og skoðaði hljóðfæri sem hann
kallar „acort“ hjá faktor Johnsen á Húsavík. Þann 10. júlí fer Sveinn
aftur til Húsavíkur, kaupir þá „acortuna“ af Johnsen fyrir tvo ríkis-
dali og viku seinna segist hann ekki hafa farið til messu en notað
tímann m.a. til að: „toga hljóð úr acortu minni.“99 eins og áður kom
fram er aldrei minnst á harmoniku í sóknarlýsingum sem skrifaðar
eru um 1840. Lýsing Svalbarðssóknar, sem ekki er skrifuð af sókn-
arprestinum þar heldur Valdimar Ásmundarsyni (1852–1902), er
ódagsett en hann segir um tónlistariðkun í sókninni:
Nokkrir menn kunna hér söng. Þeir hafa allir lært hann með hljóðfæra-
styrk, einkum langspilsins, og munu því eigi vera svo sterkir í raddstig-
unum að þeir geti lært lög af nótunum einum. Annars vinna ungu
prestarnir vel og rækilega að útbreiðslu þessarar fögru íþróttar. Örfáir
leika hér á hljóðfæri (6). Þó er hér leikið á langspil, harmóníku og
fíól.100
Valdimar Ásmundarson var við nám hjá séra Gunnari Jóhanni
Gunnars syni (1839–1873) um nokkurra vikna skeið.101 Gunnar þjón -
aði Svalbarði 1869–1873102 svo á því tímabili hefur lýsingin verið
skrifuð. Hin svörin þar sem harmoniku er getið eru frá árunum
1873–1875 og koma víða að af landinu.103 Áður hefur verið talið að
97 Lbs. ÍB 680 8vo I, 12. desember 1841.
98 Benda má á að Sveinn stundaði ýmislegt sem spurt er um í spurningalista
Bókmenntafélagsins en séra Björn Halldórsson gerir lítið úr að stundað sé í
sókninni, þar á meðal kálgarðarækt, íþróttir og tónlist, sjá Gunnar F. Guð -
mundsson, Pater Jón Sveinsson, bls. 24.
99 Lbs. ÍB 680 8vo I, 5. júní 1842, 10. júlí 1842 og 17. júlí 1842; sjá einnig Gunnar
F. Guðmundsson, Pater Jón Sveinsson, bls. 25.
100 Svalbarðssókn (N-Þing.).
101 Þingeyjarsýslur, bls. 320.
102 Páll eggert Ólason, Íslenskar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940 II.
(Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag 1949), bls. 202.
103 Borgar- og Álftanessóknir (Mýr.), Breiðabólstaðar- og Narfeyrarsóknir
(Snæf.), Hofteigsprestakall (N-Múl.) og Hallormsstaða- og Þingmúlasókn (S-
Múl.).
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 129