Saga - 2016, Síða 134
ef til vill er það nótnaleysið sem að einhverju leyti ræður viðhorfi
prestanna sem rituðu sóknalýsingarnar, a.m.k. þegar þeir vísa til
kunnáttuleysis þeirra sem spila á langspil og fiðlu.
Aftur að íslensku fiðlunni
Þegar Sveinn Þórarinsson fór að læra nótur var hann orðinn skrifari
amtmannsins á Möðruvöllum í Hörgárdal og þar teiknaði Sigurður
málari árið 1856 mynd af íslenskri fiðlu sem vel gæti verið fiðla
Sveins.114 Í raun og veru eru þessi teikning, fiðla sem smíðuð var
fyrir séra Bjarna Þorsteinsson og gefin var Þjóðminjasafni Íslands
1888 og teikning Jakobs Sigurðssonar einu áþreifanlegu heimild -
irnar um hvernig íslenskar fiðlur litu út.
Bjarni Þorsteinsson leitaði ekki eingöngu eftir þjóðlögum í söfn -
un sinni heldur bað hann einnig um upplýsingar um íslenska fiðlu.
Fátt varð um svör nema í einni sveit, einmitt sveit Sveins Þórarins -
sonar, kelduhverfi. Bjarni segir:
engin gömul fiðla var að vísu þar til svo menn vissu, en þar voru til
menn, sem höfðu sjeð fiðlur, sem höfðu heyrt spilað á fiðlu, sem höfðu
sjálfir spilað á fiðlu, og sem treystu sjer til að smíða fiðlu, sem algjörlega
líktist þeim fiðlum, er þeir höfðu sjeð á æskuárum sínum.115
Það varð úr að Stefán erlendsson (1854–1908), trésmiður í Ólafs gerði,
smíðaði fiðlu fyrir Bjarna árið 1905.116 Hann sagði Bjarna, og hafði
eftir gamalli konu, að þrír fiðluleikarar hefðu verið helstir í keldu -
hverfi og er einn þeirra einmitt Sveinn Þórarinsson, en hina tvo nafn-
greindi Stefán ekki. Af þeim lærði Sveinn Grímsson á Vík ingavatni,
sem Stefán smiður hafði heyrt spila á árabilinu 1865 til 1870.117 Þessi
rósa þorsteinsdóttir132
114 ekki er þó minnst á heimsókn Sigurðar að Möðruvöllum í dagbók Sveins frá
árinu 1856, en raunar er mjög lítið skrifað í hana frá 1. maí og út það ár. Sjá
Matthías Þórðarson, „Íslensk fiðla“, 2. mynd og bls. 6–7.
115 Bjarni Þorsteinsson, Íslenzk þjóðlög, bls. 69.
116 Faðir Stefáns, erlendur Gottskálksson, er oft nefndur í dagbókum Sveins
Þórarinssonar og hægt er að hlusta á dóttur Stefáns segja frá föður sínum,
fiðlunni og langspilunum, sem hann smíðaði, á SÁM 85/182 eF [Viðtal Helgu
Jóhannsdóttur við Sigríði Stefánsdóttur 9. ágúst 1969], sótt 23. júní 2016:
http://www.ismus.is/i/audio/id-1020347.
117 Bjarni Þorsteinsson, Íslenzk þjóðlög, bls. 71.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 132