Saga - 2016, Page 135
holur kassi og grófur strengur 133
fiðla er nú á Þjóðminjasafni Íslands og ber safnmarkið Þjms 8477/
1922–22.118
Hin fiðlan á Þjóðminjasafni Íslands (Þjms 3188/1888-195) kemur
úr Rangárvallasýslu og var reyndar í eigu Páls Árnasonar, þess sem
Benedikt Gröndal kallaði Pál klarínett, en það var systursonur Páls,
einar Jónsson (1819–1891) snikkari í Reykjavík, sem gaf safninu
fiðluna árið 1888.119 Talið er að faðir Páls, Árni egilsson (1755–1838),
bóndi í Dufþaksholti á Rangárvöllum, hafi átt fiðluna og smíðað
hana sjálfur.120 Matthías Þórðarson lýsir þessari fiðlu nákvæmlega og
ber hana saman við lýsingu séra Bjarna á fiðlunni sem smíðuð var
fyrir hann og teikningu Sigurðar málara af fiðlunni á Möðru völlum.
Hann segir einnig frá fleiri fiðlum sem afkomendur Árna áttu og
léku á.121 Þar kemst hann að þeirri niðurstöðu að fiðlurnar að norðan
séu af eldri og upprunalegri gerð en fiðlan af Suður landi:122
Þessi fiðlugerð, sem virðist mega kenna við kelduhverfi, er að sumu
leyti frábrugðin þeirri, er kenna mætti við Rangárvelli, fiðlu þeirri, sem
er í Þjóðminjasafninu og fiðlu Sigurðar Árnasonar [sonarsonar Árna
egilssonar], eftir því sem henni hefur verið lýst. einkum eru þær ólíkar
að því, hversu strengdir eru strengirnir. en á því virðist naumast geta
leikið nokkur vafi, að hið eldra og líklega upprunalega lag á þessu sje
á kelduhverfisfiðlunni. Hausinn á Rangárvallafiðlunni, með öllum sín-
um skrúfum eða lyklum, er sýnilega gerður eftir langspilshausnum og
yngri en þeir, en fiðlan er vafalaust miklu eldri en langspilið.123
118 Nákvæm lýsing á fiðlunni er í Bjarni Þorsteinsson, Íslenzk þjóðlög, bls. 69–71.
119 „einari Jónssyni var margt til lista lagt. Hann smíðaði m.a. fiðlur og langspil,
einnig lék hann sjálfur á fiðlu og hafði lært þá list af sjálfum sér. Spilaði hann
um alllangt skeið við dansleiki og var uppnefndur ‘spillemand’ uppá reyk-
vísku þeirrar tíðar.“ Páll Líndal, Reykjavík. Sögustaður við Sund. 3. bindi R–Ö
(Reykjavík: Örn og Örlygur 1988), bls. 58–59. Benedikt Gröndal segir reyndar
að einar hafi eingöngu verið kallaður „spillemand“ af Hafnfirðingum en
alltaf „einar snikkari“ af Reykvíkingum, Benedikt Gröndal, Ritsafn I (Reykja -
vík: Ísafoldarprentsmiðja 1948), bls. 533.
120 Matthías Þórðarson, „Íslensk fiðla“, bls. 2 og 5.
121 Sama rit, bls. 3–7.
122 Matthías hefur eftir Ólafi Davíðssyni að í sóknalýsingum sé aðeins minnst á
fiðlur í þremur sóknum, sem eru einmitt þær sóknir sem hinar varðveittu
fiðlur koma úr auk Presthólasóknar, sem er ekki langt frá kelduhverfi. Raunin
er sú að þær eru einnig nefndar í Hraungerðis- og Laugardæla sóknum (Árn.),
Garðasókn (Gull.) (e.t.v. fiðla Páls Árnasonar) og Höfðasókn (S-Þing.).
123 Matthías Þórðarson, „Íslensk fiðla“, bls. 7.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 133