Saga - 2016, Side 136
Matthías túlkar texta Helga Sigurðssonar þannig að hann sé í raun
að lýsa einhvers konar langspili124 og telur að þróun hafi orðið í
gerð fiðlanna, til dæmis varðandi strengjafjölda og botn. Hann telur
að upphaflega hafi verið notaðir hrosshársstrengir og það að nota
vírstrengi sé stæling eftir langspili og girnisstrengi eftir fíólíni.125
Matthías virðist aldrei gera ráð fyrir því að hver hafi smíðað fiðlu
með sínu lagi og nýtt það efni sem fáanlegt var, og að sjálfsögðu var
honum ekki kunnugt um teikningu Jakobs Sigurðssonar (af Aust -
fjörðum), frá 18. öld, af fiðlu sem einmitt er með haus eins og fiðlan
af Rangárvöllum.
Önnur hljóðfæri
eins og hér hefur komið fram eru í sóknarlýsingum aðeins nefnd
tvö hljóðfæri auk íslenskrar fiðlu, langspils og harmoniku en það
eru fíól og flauta. Fíól eru nefnd átta sinnum: um 1840 í Garðasókn
(Gull.),126 Akra- og Hjörtseyjarsóknum (Mýr.), Holtssókn (V-Ís.) og
Húsavíkursókn (S-Þing.), um 1870 í Landeyjasókn (Rang.) og Hof -
teigssókn (N-Múl.) og síðan í Svalbarðssókn (N-Þing.)127 og Flat -
eyjar sókn (V-Barð.).128 Flauturnar eru sex: í kvíabekkjarsókn (ey.)
1839, kirkjubæjarklausturssókn (V-Skaft.) 1841, Helgafells- og
Bjarnar hafnarsóknum (Snæf.) 1842, Stafholts- og Hjarðarholts sókn -
um (Mýr.) 1853, Flateyjarsókn (V-Barð.) 1839–60 og Hofteigssókn
(N-Múl.) 1874.
Báðum þessum hljóðfærum hefur líklega fjölgað nokkuð og þau
greinilega dreifst víðar um landið frá því að Magnús Stephensen
sagði, um aldamótin 1800, að þau væru fáein og fíólín einskorð -
uðust við hafnir og kaupstaði. Það vekur athygli að fíólín er til á
Húsavík árið 1842 en viðtekin er sú skoðun að Jón Jónsson (1829–
1866) frá Vogum í Mývatnssveit (Voga-Jón, mágur Sveins Þórarins -
rósa þorsteinsdóttir134
124 Helgi var upprunninn af Vesturlandi, fæddur á Ísleifsstöðum á Mýrum, og
lærði undir skóla að Staðastað (Páll eggert Ólason, Íslenzkar æviskrár II, bls.
344). Hann passar því ekki vel inn í hugmyndir um norðlenska og sunnlenska
hefð.
125 Sama heimild, bls. 7–11.
126 Áreiðanlega fíólín Páls Hannessonar í Haukshúsum.
127 Áðurnefnt svar Valdimars Ásmundssonar frá tímabilinu 1869–1873.
128 Séra Ólafur Sívertsen í Flatey skrifaði sóknarlýsinguna og þjónaði sókninni
1823–1860, sjá Páll eggert Ólason, Íslenzkar æviskrár IV, bls. 79–80.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 134