Saga - 2016, Síða 137
holur kassi og grófur strengur 135
sonar) hafi komið með það fyrsta í Þingeyjarsýslu árið 1851.129 Ljóst
er þó að koma Jóns frá kaupmannahöfn með fiðluna, sem hann
hafði lært að spila á af götuspilara, hefur haft mikil áhrif á tón -
listarlíf á Norðurlandi og í kjölfarið hafa margir eignast fiðlur og
flautur á seinni hluta 19. aldar.130
Auk þeirra hljóðfæra sem hér hefur þegar verið fjallað um lætur
Ólafur Davíðsson svo lítið að telja upp ýmislegt sem engum hefði
dottið í hug að kalla hljóðfæri nokkru fyrr á öldinni. Hann nefnir
munnhörpur, trélúðra (sem hann segist þó aldrei hafa séð), hár-
greiður, hljóðpípur úr tvinnarúllum og jafnvel ýlustrá.131 Hann
nefnir að talsvert sé um píanó í Reykjavík „og ef til vill í einstaka
kaupstað, en víst að eins eitt upp til sveita á Íslandi.“132 Hann segir
einnig frá fyrstu pípuorgelum og stofuorgelum (harmóníum) sem
komu í kirkjur. eins og raunin var um önnur hljóðfæri fóru menn
fljótt að spreyta sig á að smíða slík hljóðfæri.133 Benedikt Gröndal er
reyndar ekki ánægður með umfjöllun Ólafs um langspil og segir að
hann tali um þau af lítilli kunnáttu, sérstaklega þegar hann segir að
„langspil o. s. frv. [séu] valla hljóðfæri nema að nafninu.“134 Bene dikt
segir það einnig misskilning að langspil sé alíslenskt hljóðfæri og
bendir á skyldleika þess við hið norska langeleik.135 Langspilið er þó
ennþá skyldara hljóðfærum sem leikið var á í ýmsum öðrum löndum
Norður-evrópu og kallast hummel á fleiri en einu tungu máli.136
129 Jón Jónsson, Jóns saga Jónssonar frá Vogum við Mývatn. Sönn sjálfsævisaga nútíma
Íslendings (Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja 1968), bls. 27; sjá einnig kristján
eldjárn, Arngrímur málari, bls. 70; Páll H. Jónsson, „Tónmannlíf í Suður-
Þingeyjarsýslu á nítjándu og tuttugustu öld“, Garðar Jakobsson og Páll H.
Jónsson, Fiðlur og tónmannlíf í Suður-Þingeyjarsýslu (Reykjavík: höfundur
1990), bls. 9–42, hér bls. 14.
130 Um það má víða lesa, sjá t.d. Garðar Jakobsson og Páll H. Jónsson, Fiðlur og
tónmannlíf í Suður-Þingeyjarsýslu; kristján eldjárn, Arngrímur málari, bls. 67–
81; Sveinn Skorri Höskuldsson, Benedikt á Auðnum, bls. 511–514.
131 Íslenzkar gátur, skemtanir, vikivakar og þulur II, bls. 272–273.
132 Sama heimild, bls. 271.
133 Íslenzkar gátur, skemtanir, vikivakar og þulur II, bls. 272, sjá einnig Smári Ólason,
„organ, trómet og harpan söng“, bls. 380, og Finnur Jónsson, Þjóð hættir og
ævisögur frá 19. öld, bls. 376.
134 Benedikt Gröndal, Dægradvöl, bls. 59 og 77. Tilvísunin til Ólafs er í Íslenzkar
gátur, skemtanir, vikivakar og þulur II, bls. 265, 3. nmgr.
135 Benedikt Gröndal, Dægradvöl, bls. 59.
136 Sjá Smári Ólason, „organ, trómet og harpan söng“, bls. 377, en þó enn frekar
Wilfried Ulrich, The Story of the Hummel. Í þeirri bók eru margar myndir af
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 135