Saga - 2016, Qupperneq 138
Gítarar og gítarleikur er hvort tveggja fljótafgreitt af Ólafi Davíðs-
syni en hann nefnir slíkt í einni stuttri setningu: „einstaka stúlka á
Íslandi leikur líka á gítar.“137 ekki er auðvelt að finna heimildir um
þessar stúlkur en í frétt í Norðra frá árinu 1854 kemur fram að Bern -
harð August Steincke verslunarfulltrúi byrjaði að kenna gítar leik á
Akureyri árið 1852138 og árið 1894 þykir Bókaverzlun L. S. Tóm as -
sonar á Seyðisfirði ástæða til að auglýsa gítar- og fíólínstrengi til
sölu.139 Á því tæplega hálfrar aldar tímabili sem þarna er á milli finn-
ast síðan einmitt heimildir um nokkrar konur sem leika á gítar. Sig -
ríður einarsdóttir (1831–1915) var fædd og uppalin í Reykjavík, dóttir
einars Sæmundssonar, hattamakara í Brekkubæ, og eiginkonu hans,
Guðrúnar Ólafsdóttur. Sögur fara af gítarleik og söng Sig ríðar140 og
veturinn 1857–58 og oftar hafði hún nemendur í gítarleik.141
Önnur Sigríður (1865–1929) sem lék á gítar var Lárusdóttir, frá
kornsá í Vatnsdal, sem varð eiginkona séra Bjarna Þorsteinssonar á
Siglufirði. Bjarni segir frá gítarleik hennar og söng í bréfum sem
hann skrifaði til vina sinna er hann dvaldist á kornsá, veturinn
1885–86, en þar minnist hann einnig á „Gítar-Möngu“ sem ekki er
vitað hver var.142 Guðlaug Arason (1855–1936) „spilaði [einnig]
afbragðsvel á gítar og söng undir“143 og Margrét Gísladóttir (1885–
rósa þorsteinsdóttir136
hljóðfærum, t.d. frá Norður-Þýskalandi, Belgíu og Hollandi, sem vel gætu
verið af langspilum.
137 Íslenzkar gátur, skemtanir, vikivakar og þulur II, bls. 271.
138 Norðri 1. september 1854, bls. 69.
139 Austri 23. ágúst 1894, bls. 96.
140 Finnur Jónsson, Þjóðhættir og ævisögur frá 19. öld, bls. 72–73; Benedikt Grön -
dal, Dægradvöl, bls. 232–233. einnig má benda á kvæði Benedikts ort til
Sigríðar: „Til ungfrú Sigríðar Sæmundsen (seinna frú Magnússon, 17. mars
1854)“ og „Tólf álna langt og tírætt kvæði. Á afmælisdag jómfrú Sigríðar
einarsdóttur Sæmundsen, 17. mars 1855. (Skrifað á tólf álna langt volumen
papyreum shirtingo violacco subjectum)“ í Benedikt Gröndal, Ritsafn I, bls.
50–51 og 57–78 (skýringar á bls. 530–533).
141 Stefán einarsson, Saga Eiríks Magnússonar (Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja
1933), bls. 14–15; Auður Styrkársdóttir, „konan sem týndist. Sigríður e.
Magnússon (1831–1915)“, Andvari 140 (2015), bls. 87–112, hér bls. 89.
142 Viðar Hreinsson, Bjarni Þorsteinsson. Eldhugi við ysta haf (Reykjavík: Veröld
2011), bls. 93; sjá einnig Ingólfur kristjánsson, Ómar frá tónskáldsævi. Aldar -
minning prófessors Bjarna Þorsteinssonar prests og tónskálds á Siglufirði (Siglu -
firði: Siglufjarðarkaupstaður 1961), bls. 56–60.
143 Guðrún Borgfjörð, Minningar. Útg. Agnar kl. Jónsson (Reykjavík: Hlaðbúð
1947), bls. 175.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 136