Saga - 2016, Side 139
holur kassi og grófur strengur 137
1969), húsfreyja og organisti á Hæli í Gnúpverjahreppi, hefur e.t.v.
verið byrjuð að spila á gítar fyrir aldamótin en hún lærði orgel- og
píanóleik í Reykjavík auk þess sem hún fékk tilsögn í söng.144 Af
bréfum til Sigríðar einarsdóttur má einnig ráða að Jörgína Svein -
björnsson (1849–1915) og Ásta Hallgrímsson (1857–1942) hafi báðar
leikið á gítar.145 Þá lék Halldóra Bjarnadóttir (1873–1981) á gítar eins
og kemur fram í endurminningum hennar, en hún segir ekki hvar
og hvenær hún lærði það.146 Hún talar um „hljóðfærið“ sem Þor -
valdur, sonur katrínar Þorvaldsdóttur og Jóns Árnasonar, lék á og
er áreiðanlega píanó147 og eftir að hún er orðin skólastýra á Akur -
eyri 1908 þarf að „nurla saman í orgel“ en þar voru nemendur sem
„spiluðu vel á hljóðfæri“.148 Gítarinn virðist ekki njóta eins mikillar
virðingar þó að Halldóra leiki á hann sjálf.
Þó að heimildirnar sem hér hafa verið raktar séu ef til vill ekki
margar benda þær engu að síður til þess að leikið hafi verið á gítar
víða um land á seinni helmingi 19. aldar.
Niðurstöður
Við athugun á heimildum um alþýðuhljóðfæri í tímans rás vekur
athygli sú breyting sem verður á viðhorfum til þeirra um aldamótin
1800. Samhliða útbreiðslu hugmynda upplýsingarinnar jókst þekk-
ing fólks á vestrænni tónlist. Svo virðist sem þá hafi Íslendingum
farið að finnast hljóðfæri, sem aðeins hafa díatónískan tónstiga,
gamaldags. Þetta viðhorf nær langt fram á 19. öld, eins og sést á sókna -
lýsingunum. Langflestir prestarnir sem svöruðu spurningalista Bók -
menntafélagsins frá 1839 hafa eingöngu verið menntaðir í Bessa -
staðaskóla, eða forverum hans, eins og flestir prestar á Íslandi á fyrri
hluta 19. aldar.149 Þótt skólinn væri prestaskóli, sem auk þess bjó
144 kjartan Jóhannsson, „Margrét Gísladóttir“, Organistablaðið 2/2 (1969), bls. 4–
5. einnig má benda á ljósmynd sem Sigfús eymundsson tók af óþekktri konu,
í ljósmyndasafni Þjóðminjasafns Íslands, og tímasett hefur verið til 1895–1905
(Lpr/2014-23).
145 Auður Styrkársdóttir, „konan sem týndist“, bls. 95.
146 Vilhjálmur S. Vilhjálmsson, Halldóra Bjarnadóttir. Ævisaga. (Reykjavík: Setberg
1960), bls. 69.
147 Sama heimild, bls. 52–53. Þorvaldur lést 1883.
148 Sama heimild, bls. 113.
149 Árið 1846 höfðu 64% presta eingöngu menntast í íslenskum skólum og 27%
lokið sambærilegu námi í einkakennslu (Hjalti Hugason, „kristnir trúar -
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 137