Saga - 2016, Qupperneq 140
rósa þorsteinsdóttir138
nemendur undir háskólanám, var nokkur áhersla á klassísk fræði og
bókmenntir og fornsögurnar voru lesnar og ræddar utan skólatíma,
eins og Pétur Pétursson bendir á:
This made the students more sensitive to the native traditions and
aroused their respect for the national values. The same literature was
also the backbone of the popular secular literature. often in popul -
arized version, it was a part of the folk saga tradition of the people.150
Þeir sem eingöngu höfðu hlotið menntun sína í einkakennslu ólust
síðan að öllu leyti upp í bændasamfélaginu. Sóknarprestarnir komu
þannig úr sveitinni og sneru aftur í meira mæli en aðrir mennta-
menn. Þeir urðu síðan flestir einnig bændur samhliða prestsskapn-
um. Tilskipun um húsvitjanir frá 1746 var enn í gildi á 19. öld og þar
er prestum boðað að vara fólk við að lesa og syngja ókristilegt efni,
svo sem sögur og rímur.151 Pétur Pétursson telur að ef þeir hefðu
farið eftir tilskipuninni hvað þetta varðar hefðu þeir gengið gegn
sinni eigin menningu,152 og sú staðreynd að margir prestar gegndu
lykilhlutverki í söfnun þjóðsagna og þjóðkvæða á 19. öld gæti stutt
þá skoðun.153 Menningarleg átök á milli alþýðunnar og hinna lærðu
eru þó alls ekki óþekkt og má sjá ýmis dæmi þar um. Frægasta
dæmið er líklega gagnrýni Jónasar Hallgrímssonar á rímnakveð -
skapinn sem birtist í ritdómi hans um Tristansrímur Sigurðar
Breiðfjörð.154 Á svörum prestanna við spurningunni um hljóðfæri
hættir“, Íslensk þjóðmenning V. Trúarhættir. Norræn trú — Kristni — Þjóðtrú. Ritstj.
Frosti F. Jóhannsson (Reykjavík: Þjóðsaga 1988), bls. 75–339, hér bls. 167).
150 Pétur Pétursson, Church and Social Change. A Study of the Secularization Process
in Iceland 1830–1930 (Reykjavík: Háskólaútgáfan 1990), bls. 31–32; sjá einnig
Hjalti Hugason, „kristnir trúarhættir“, bls. 166–169.
151 „Præsten skal paa det Alvorligste formane Husfolkene at vogte sig for unyt-
tige Historier og urimelige Fabler og Digt, som i Landet have været bruge ligt,
og ingenlunde tilstede, at de blive læste eller sjungne i deres Huse …“
(„Forordning om Husbesögelser paa Island. Hirschholm 27. Mai 1746“,
Lovsamling for Island. II 1724–1748. Útg. oddgeir Stephensen og Jón Sigurðs -
son (kaupmannahöfn: Andr. Fred. Höst 1853), bls. 566–578, hér bls. 574–
575.
152 Pétur Pétursson, Church and Social Change, bls. 58.
153 Terry Gunnell, „Clerics as Collectors of Folklore in Nineteenth-Century
Iceland“, Arv 68 (2012), bls. 45–66.
154 Hjalti Hugason, „kristnir trúarhættir“, bls. 291–292. Ritdómur Jónasar var
prentaður í 3. árg. Fjölnis 1837. Hér er vert að minna á að Jónas átti beinlínis
frumkvæði að því að prestunum voru sendir spurningalistarnir til sókna lýsinga.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 138