Saga - 2016, Page 141
holur kassi og grófur strengur 139
og hljóðfæraleik sést ekki að þeir samsami sig í miklum mæli þeirri
alþýðumenningu sem þreifst í sóknunum og hið sama má segja um
svörin við spurningu 58, sem laut að skemmtun fólks.155 Spurn inga -
listarnir voru ef til vill of snemma á ferðinni í ljósi þess að þjóðernis -
rómantík hafði ekki enn náð að vekja áhuga á þjóðháttum og
fróðleik alþýðunnar.156 Frekar virðast prestarnir vera undir áhrifum
upplýsingarinnar og af hugmyndum hennar mótaðist viðhorf þeirra
til tónlistariðkunar sóknarbarna sinna.
Þegar líður á 19. öldina má greina viðhorfsbreytingu í anda
þjóðernisrómantíkur og þegar Matthías Þórðarson skrifar um ís -
lensku fiðluna, árið 1919, segir hann hana „einstakt hljóðfæri í sinni
röð“.157 Svipað viðhorf hafði komið fram, bæði hjá Ólafi Davíðs syni
og Bjarna Þorsteinssyni, og ekki bara um fiðluna heldur telja þeir
líka að langspilið sé alinnlent hljóðfæri,158 þótt þeim fyrrnefnda þyki
ekki mikið til hljóðfærisins koma.159 en sérstaðan hefur verið undir -
strikuð, hljóðfærin eru nú hluti af þjóðmenningunni. og hið
neikvæða viðhorf gagnvart „innlendu“ hljóðfærunum hefur beinst
að hinu innflutta (díatóníska!) hljóðfæri harmonikunni, en Ólafur
segir að hún sé langalgengasta hljóðfærið og bætir við að það sé
„skaði, því aumara hljóðfæri getur valla.“160 Í sama streng tekur
Benedikt Gröndal sem segir „að í staðinn fyrir langspil [séu] hér nú
komin „harmonium“ og sú eyrnakveljandi, höktandi og hræðilega
„harmonika“!“161
Hér hefur verið gerð samantekt á heimildum um alþýðu hljóð -
færi yfir langt tímabil og má hugsa sér að hún sé eins konar grund-
völlur undir frekari rannsóknir á sögu einstakra hljóðfæra í eigu
Íslendinga og viðhorfa til þeirra. Ég tel víst að þróun þessara við -
155 Terry Gunnell, „Clerics as Collectors of Folklore in Nineteenth-Century
Iceland“, bls. 51.
156 Formleg söfnun þjóðsagna hófst ekki fyrr en 1845 og fyrsta útgefna þjóð -
sagnasafnið (1852) hlaut ekki góðar viðtökur, eins og Jón Árnason lýsir sjálfur
(Jón Árnason, Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri I (Reykjavík: Þjóðsaga 1954), bls.
xx); sjá einnig Terry Gunnell, „Clerics as Collectors of Folklore in Nineteenth-
Century Iceland“, bls. 49–54.
157 Matthías Þórðarson, „Íslensk fiðla“, bls. 12.
158 Bjarni Þorsteinsson, Íslenzk þjóðlög, bls. 67–68 og 73; Íslenzkar gátur, skemtanir,
vikivakar og þulur II, bls. 266 og 268.
159 Íslenzkar gátur, skemtanir, vikivakar og þulur II, bls. 265.
160 Sama heimild, bls. 271.
161 Benedikt Gröndal, Dægradvöl, bls. 59.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 139