Saga - 2016, Side 145
már jónsson
Skáldsagan Piltur og stúlka:
prófarkir, prentun, dreifing, sala
Fáar skáldsögur eru jafn hressandi aflestrar og Piltur og stúlka eftir Jón
Thoroddsen sem kom fyrst út í kaupmannahöfn vorið 1850 og aftur í
Reykjavík sumarið 1867, endurskoðuð af höfundi, en alloft síðan. enn er
hún fáanleg í bókabúðum. Í þessari grein verður ekki dvalið við bókmennta-
legt gildi textans eða ræddar fyrirmyndir Jóns og áhrifavaldar, heldur rakin
útgáfusaga þessara tveggja bóka út frá gögnum sem ekki hafa verið til
umræðu fyrr nema að mjög takmörkuðu leyti, sem eru sendibréf, reikningar
og uppskriftir dánarbúa. Ólíklegt er að til séu jafn nákvæmar upplýsingar
um aðrar bækur frá 19. öld. Það kemur til af því að þegar Jón lést, 8. mars
1868, var hann gjaldþrota og hafði ekki gert upp við prentara, bókbindara
og sölumenn. Sjónarhornið hér er með þrengra móti og aðeins sagt frá einu
riti, þó með það í huga að auka nokkru við þekkingu á íslenskri bókaútgáfu
og bóksölu, sem aftur ætti að efla skilning okkar á kjörum rithöfunda í land-
inu og jafnvel menningarástandi. Þeir skrifuðu bækur sínar meðfram öðrum
störfum og báru allan kostnað af útgáfunni, jafnt pappír, setningu, prentun
og prófarkalestri. Þeir gátu þó annast síðasta verkþáttinn sjálfir. Dreifinguna
ábyrgðust þeir líka að mestu leyti, útveguðu umboðsmenn út um land og
ráku á eftir uppgjöri eða settu afraksturinn upp í skuldir. Á þessum árum
voru bækur munaðarvara og rótgróinn áhugi Íslendinga á guðsorði stóð
veraldlegum bókmenntum fyrir þrifum, en Piltur og stúlka var gefin út í stór-
um upplögum og náði vinsældum. Þó má ætla að lesendur hafi í fyrstu
einkum verið að finna í fjölskyldum embættismanna og betri bænda, þar
sem lestur í vaxandi mæli var hafður til dægradvalar og skemmtunar en
ekki bara til andlegrar upplyftingar eða huggunar, eins og tíðkast hafði um
aldir.
Fyrri útgáfan
Þann 17. ágúst 1848 var Jóni Þórðarsyni Thoroddsen, íslenskum
háskólanema og sjálfboðaliða, veitt lausn frá herþjónustu á Suður-
Jótlandi. Hann var 29 ára og hafði verið fjóra mánuði í herför Dana
Saga LV:2 (2016), bls. 143–171.
S Ö G U R o G T Í ð I N D I
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 143