Saga - 2016, Side 150
mitt á þeim árum sem Jón var í kaupmannahöfn, einkum úr ensku.
Má þar nefna höfunda á borð við Charles Dickens, Walter Scott og
Frances Trollope. Um sérstöðu sögunnar miðað við íslenska sagna-
gerð næstu áratugi á undan nægir að tilfæra orð Steingríms J. Þor -
steinssonar: „en Piltur og stúlka ber svo mjög af þessum tilraunum
öllum til skáldsagnagerðar, bæði að byggingu, mannlýsingum, sam -
ræðustíl og raunar allri list, að telja verður hana tvímælalaust fyrstu
íslenzku sögu í hinum nýja skáldsagnastíl.“17 Bókin er 146 blaðsíður
að lengd í vasabroti. Á titilsíðu er höfundar ekki getið en útgefandi
sagður vera Jón Þórðarson Thóroddsen, sem aldrei leyndi því að
hann ætti verkið. Söguefnið sótti hann til heimalandsins og hefst frá-
sögnin á hreppakryt út af ósjálfbjarga konu með keimlíku sjónar-
horni og svipuðu orðalagi og í smásögunni tveimur árum fyrr:
„einginn maður vissi með sönnu að seigja hvar hún var í heiminn
borin, og sjálf mundi hún ekki fyrir víst, hvað hún hafði heyrt um
það.“ eyða var í kirkjubókum annarrar sveitarinnar. Í kirkjubók
hinnar fannst nafn „og líktist fyrsti stafurinn í því upphafsstafnum
í heiti kellíngar, enn að öðruleiti var nafnið máð og ritað með sortu-
bleki.“18 Verður söguþráður ekki rakinn hér en sagan geymir
ógleyman legar persónur og snilldarlega útfærð atriði, hvað sem
líður nokkru litleysi aðalpersónanna og lausum endum, auk þess
sem hún endar vel, með uppbyggilegum þönkum um framtíð lands -
ins: „enn óskandi væri, að margur vildi gjöra það að dæmi Indriða
og forfeðra vorra, að nema þar land og reisa þar bú, sem enn er
óbygt, á Íslandi, og víst er um það, að enn þá er þar margur fagur
blettur óræktaður, sem drottinn hefur ætlað mönnum til blessunar
og nota.“19
Í formála að síðara tölublaði Norðurfara voru góðfúsir lesendur
beðnir um „að virða á hægra veg prenntvillur, og önnur þesskonar
smálíti, sem vjer engan veginn viljum ábyrgjast, að ei hafi slæðst inn
hjer og hvar í rit vort í þetta skipti.“20 Þær villur eru reyndar teljandi
á fingrum annarrar handar og frágangur er óaðfinnanlegur. Það á
már jónsson148
16 Gísli Brynjúlfsson, Dagbók í Höfn, bls. 126.
17 Steingrímur J. Þorsteinsson, Jón Thoroddsen og skáldsögur hans I, bls. 218; sjá
einnig Íslenska bókmenntasögu III (Reykjavík: Mál og menning 1996), bls. 501–
502, 523−524, 533–536 og 542.
18 Jón Thoroddsen, Piltur og stúlka (1850), bls. 2–3.
19 Sama heimild, bls. 146.
20 Norðurfari 2 (1849), bls. 4.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 148