Saga - 2016, Blaðsíða 151
einnig við um fyrra tölublað tímaritsins, sem Gísli sá alfarið um að
búa til prentunar, því Jón var þá farinn í stríðið. Líklegt er að það
eigi líka við um hið síðara enda átti Gísli mest af efninu. Piltur og
stúlka er aftur á móti herfilega unnin, með aragrúa af villum, svo
sem „Hreppstjórian“ fyrir „Hreppstjórinn“ (bls. 3), „yðar olskandi“
fyrir „yðar elskandi“ (bls. 52) og „þeinurðu“ fyrir „þeinkirðu“ (bls.
90). enn verri eru stafabrengl sem getur að líta í hundraðatali, þar
sem „b“ eru höfð fyrir „h“ og öfugt, „n“ fyrir „u“ og öfugt, „i“ eða
„í“ fyrir „l“ og öfugt. Mest kveður að þessu í bókarbyrjun og
ósköpin dvína eftir því sem sögunni vindur fram en linnir aldrei.
Textinn verður þó hvergi óskiljanlegur. Þrjú dæmi verða látin duga
hér og eru ágallar auðkenndir með skáletrun:
Íngibjörg tók nú að skauta brúðnr, enn Íngveldur settist á rúm þar í
loptinu bjá konu nokkuri er Gróa bjet (bls. 29).
„Meðai annara orða, ætii þjer iángt að ferðast, Bárður minn?“ (bls. 45)
… og hvurt skipti, sem hún lhugaði hann, rifjaðist upp fyrir henni end-
urminníng umliðins tíma og æskuáranna, og fanst henni þá sem aldrei
hefði hugar sinn verið eins fastur við það, er hún nnni mest (bls. 123).
Hér fór saman óvönduð vinna danskra setjara, eftir handskrifuðum
texta á íslensku, og fljótfærni höfundar við lestur prófarkar. Gegnt
upphafi sögunnar eru 23 leiðréttingar á villum, svo sem til að sýna
að vandað hafi verið til verka, en listinn hefði þurft að vera að
minnsta kosti tíu sinnum lengri. Stafsetning á bókinni er annars sú
sem algengust var á prenti á þessum árum, svipuð því sem tíðkaðist
í Skírni og Nýjum félagsritum, á meðan Norðurfari hafði tekið mið af
stafsetningu konráðs Gíslasonar og Halldórs kr. Friðrikssonar sem
átti rætur í Fjölni árið 1844. Í Pilti og stúlku er þannig ekki notuð „z“
og „je“ er haft fyrir langt „é“ (jeg sje), auk þess sem langir sérhljóðar
eru á undan „ng“ (þúngi, lángan, kellíng) og einfaldur samhljóði á
undan öðru samhljóði (bygt, þekti). Aðgreining á „i“ og „y“ er óreglu -
leg, sem og á „rl“ og „ll“. Sitthvað fer nærri talmáli, svo sem alls -
ráðandi öng-myndir (aungvir fyrir engir).21 Aukinn línufjöldi er á öft-
ustu blaðsíðu bókarinnar til að koma sögulokunum fyrir án þess að
byrja á nýrri blaðsíðu.
skáldsagan pil tur og stúlka 149
21 Haraldur Bernharðsson, „Jón Thoroddsen og málstöðlun nítjándu aldar“, Orð
og tunga 19 (2017), væntanleg; Steingrímur J. Þorsteinsson, Jón Thoroddsen og
skáldsögur hans I, bls. 151.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 149