Saga - 2016, Blaðsíða 155
því að ljúka embættisprófi í lögum. Jón gekk að því, hélt utan
snemma árs 1853 og lauk náminu á þremur misserum. Hann skrif -
aði á þessum árum hjá sér ýmislegt á blöð bundin inn í prentuð
íslensk almanök, en nefnir ritstörf aðeins einu sinni eða 1. mars 1854:
„Byrja ég að skrifa Roman.“ Daginn eftir skipti hann um skoðun:
„ekkert nýtt; en hætti við það aftur.“ Má vera að þarna hafi hann
byrjað á nafnlausu sögubroti sem líkist ferðasögunni í Norðurfara og
átti að mati Steingríms J. Þorsteinssonar að verða eiginleg skáld-
saga.34
Að prófi loknu fékk Jón skipun í embættið. Þau kristín voru
gefin saman í Flatey, 29. ágúst 1854, og bjuggu þar um veturinn.
Hann skrifaði Gísla 25. nóvember um tímaskort: „Býsn mikið hefi
ég haft að gjöra síðan ég settist að sýslunni og fáar hafa orðið enn
mínar andlegu skemmtistundir; svo kalla ég þær stundirnar sem
maður má lesa og hnýsast í það sem mann langar til og hugsa það
sem mann mest fýsir að hugsa um.“ Hann bjóst reyndar við betra
næði fljótlega „því ég hefi nú að mestu lokið málaþrasi sem ég í
haust hefi orðið að standa í og óumflýjanlegustu embættisskrift-
um.“35 Þau hjónin fluttust að Haga á Barðaströnd 29. júní 1855, með
son sinn Þorvald þriggja vikna. Þar bjuggu þau í sjö ár og eignuðust
fimm börn til viðbótar og létust þrjú þeirra skömmu eftir fæðingu.
Jón sinnti búskap og var mikið á ferðinni í embættiserindum. Sum -
arið 1858 hitti hann konrad Maurer í Flatey, sem nefnir hann í
ferðarlýsingu: „fjörugur ungur maður sem þekktur er orðinn sem
skáld og hefur m.a. skrifað eina af fáum skáldsögum sem ritaðar
hafa verið á íslensku.“36
Vorið 1861 fékk Jón embætti sýslumanns í Borgarfjarðarsýslu og
rúmu ári síðar fluttist fjölskyldan suður á bóginn, bjó fyrsta veturinn
á Hvítárvöllum og frá vori 1863 á Leirá. ekki minnkuðu embættis-
annir og ferðalög. Næstu árin hafði Jón líka meiri afskipti af lands-
málum en áður og 3. maí 1864 lét hann prenta ádeilu á Jón Guð -
mundsson, ritstjóra Þjóðólfs, í sérstökum bæklingi undir heitinu
„Þjóðólfur Jónsson og faðir hans“. Upplagið var 600 eintök og nam
kostnaður 10 rd. Þá kom Jón að útgáfu á fréttablaðinu Íslendingi, í
skáldsagan pil tur og stúlka 153
34 Bréf Jóns Thoroddsens, bls. 41–42; Steingrímur J. Þorsteinsson, Jón Thoroddsen og
skáldsögur hans I, bls. 103–106.
35 Bréf Jóns Thoroddsens, bls. 136.
36 konrad Maurer, Íslandsferð 1858. Þýð. Baldur Hafstað (Reykjavík: Ferða félag
Íslands 1997), bls. 258.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 153