Saga - 2016, Page 156
slagtogi við Benedikt Sveinsson og Jón Pétursson sem báðir voru
dómarar við Landsyfirrétt. Þar birti Jón Thoroddsen nokkur kvæði
og fáeinar greinar. Gamanríman „Veiðiför“ var svo prentuð sérstak-
lega 26. janúar 1865, í 606 eintökum, og kostaði það 12 rd. 85 sk.
kvæðið var 206 erindi og kom annars út í þremur tölublöðum
Íslendings 31. desember 1864, 1. febrúar og 10. mars 1865.37
elín dóttir Jóns ólst upp á Hrafnagili hjá móðurforeldrum sínum,
Guðrúnu Magnúsdóttur og séra Hallgrími Thorlacius, sem bæði lét-
ust árið 1859, hún 31. ágúst og hann 17. október. Móðir elínar var þá
látin fimm árum fyrr og stjúpi hennar, séra Jón Thorlacius í Saurbæ
í eyjafirði, kvæntur aftur. Til hans fór nú elín, 18 ára að aldri. Jón
Thoroddsen skrifaði henni fyrst 16. janúar 1861 og í júlí 1862 var
hún nokkrar vikur í Haga, auk þess sem hún heimsótti ömmu sína
og frændfólk á Reykhólum. Næst skrifaði Jón henni 12. apríl 1863
og nokkrum sinnum síðan, en 3. janúar 1865 útskýrði hann bréfa-
leysi: „Ég get nú ekki skrifað þér neitt elskan mín! hvorki til gagns
eða gamans, því ég er að basla í mörgu, á daginn að fást við búið og
sýslustörfin og gestina, en á nóttinni verð ég að hugsa.“38 Liðinn var
hálfur annar áratugur frá útkomu bókanna tveggja í kaupmanna -
höfn og sennilega var hann nú farinn að undirbúa nýjar útgáfur.
Síðar þetta sama ár kom út í Reykjavík aukin útgáfa af kvæða -
safninu Snót, sem Jón og Gísli Magnússon stóðu að sem fyrr en jafn-
framt egill Jónsson bókbindari.39 eigi síðar en þá um haustið var Jón
farinn að boða endurútgáfu á Pilti og stúlku, því hann sendi Páli
Hjaltalín, kaupmanni í Stykkishólmi, 14 eintök af Snót til sölu og
hefur þá nefnt skáldsöguna ef marka má svar Páls, frá 12. janúar
1866, sem segir: „eins skal ég taka nokkur exemplör af Pilti og
stúlku, sem víst verður útgengileg bók, fyrst hún er stækkuð og
endurbætt, og eins ef fleiri væri þess háttar.“40 Til Jóns Árnasonar,
gamals skólabróður síns og nýorðins svila, skrifaði Jón síðan 1. mars
már jónsson154
37 ÞÍ. Sýsluskjalasafn. Borg.Mýr. eD2/8. Dánarbú Borgarfjarðarsýslu 1868, örk 3,
bl. 1–6; Íslendingur 31. desember 1864, bls. 50–56; 1. febrúar 1865, bls. 58−60; 10.
mars 1865, bls. 66–69.
38 Bréf Jóns Thoroddsens, bls. 206–207.
39 Jón Sigurðsson, „Æfiágrip“, Jón Thoroddsen, Maður og kona. Skáldsaga (kaup -
mannahöfn: Hið íslenska bókmenntafélag 1876), bls. xxxvi. krafa Gísla Magn -
ússonar 20. september 1868 um 8 rd. 90 sk. vegna Snótar, sem Jón hafði ekki
greitt að sínum þriðja hluta, er í ÞÍ. Sýsluskjalasafn. Borg.Mýr. eD2/8. Dánarbú
Borgarfjarðarsýslu 1868, örk 1, bl. 185.
40 Bréf Jóns Thoroddsens, bls. 243.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 154