Saga - 2016, Side 157
1867 og lét sem hvatning frá vinum væri meginástæðan fyrir nýrri
útgáfu:
Bræðurnir í austri, norðri og vestri hafa stranglega, sem bókamenn,
ekki brennivínsbræður, skorað á oss að láta bækling þann er vér áður
greindum, útganga aftur á þrykk annaðhvort á Hólum, Hrappsey,
Beitistöðum eður Reykjavík, og höfum vér eigi getað virt þessa áskorun
að vettugi, sökum þess að bæklingurinn hve vera á öllum stöðum út -
slitinn af héraðsbræðrunum.41
Hann þóttist hafa 300 áskrifendur, sem hefur verið meira í gríni en
alvöru, og nafngreinir aðeins góða vini sína, þá Brynjólf Benedict -
sen, Pál Hjaltalín, Pétur Havsteen og Jósep Skaptason, sem ásamt
fleirum hefðu „skrifað mér og skorað á mig að gefa skræðuna út aft-
ur.“ Hann bað nafna sinn um að semja við einar Þórðarson prentara
um annað upplag og ákveða kostnaðinn: „ég vildi fá bæklinginn
prentaðan áður Alþingi.“ Aftan á bréfið skrifaði viðtakandinn ágrip
af svari sínu á þá leið að bókin yrði í sama broti og með sama letri
og Snót. Upplagið yrði 1200 eintök og bókin sex eða sjö arkir, en
prentun á hverju arki myndi kosta 12 rd. og pappír í bókina 40 rd.:
„Tilboð þitt um borgun þína er prentsmiðjan í allastaði ánægð með.“
Það fól í sér að fjórðungur kostnaðar yrði greiddur við afhendingu,
annað eins eftir fjóra mánuði og afgangurinn átta mánuðum síðar.42
Þegar þetta gerðist voru landsmenn um 70 þúsund talsins þannig
að eitt eintak var prentað á hverja 58 íbúa, sem jafnast á við 5500 ein-
taka upplag nú á dögum og væri með söluhæstu bókum. eintökin
500 árið 1850 eru ígildi 2700 eintaka nú.43
Jón Thoroddsen ítrekaði við nafna sinn, 10. apríl 1867, að hann
semdi „við selinn eins og frekast er unnt og þú hefðir gjört fyrir þig
sjálfan“, en taldi víst að bókin kæmist ekki á sex eða sjö arkir: „þar
sem hún áður er prentuð á 9 arkir með petit, og þegar nú þar við
bætast 3 arkir sem viðauki, þá get ég ekki ímyndað mér annað en
þetta upplag af P. og stúlku geti orðið minna en 14 arkir.“ Møller
hafði á sínum tíma tekið 7 rd. fyrir hverja örk prentaða „og þá ætti
greifinn að geta prentað hana aftur hér fyrir 11 rd. per örk, og gefið
6 mánaða krít gegn nægu fasteignarveði.“ Vildi einar „ekki vera
skáldsagan pil tur og stúlka 155
41 Sama heimild, bls. 265.
42 Sama heimild, bls. 265–266.
43 Haraldur Bernharðsson, „Jón Thoroddsen og málstöðlun nítjándu aldar“, Orð
og tunga 19 (2017), væntanleg.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 155