Saga - 2016, Page 158
almennilegur“ ætlaði Jón að láta bókina koma út á Akureyri eða í
London: „því ég álykta svona, ég gat komið kverinu út þegar ég átti
ekki einn hvítan túskilding, þá get ég núna prakkað það út fyrir 2
hvíta, til prentunar.“ Bréf fylgdi til Sveins Skúlasonar, með beiðni
um að hann læsi prófarkir, og bókin átti „að vera fullprentuð í lok
júnímánaðar.“44 Sveinn var sex árum yngri en Jón og höfðu þeir
verið samtíða í kaupmannahöfn veturinn 1849–1850 og aftur 1853–
1854. Hann var þaulvanur útgáfustörfum og hafði í ársbyrjun 1856
tekið við fréttablaðinu Norðra á Akureyri sem eigandi og ritstjóri,
með mikilli stefnuyfirlýsingu í fyrsta tölublaði sem byrjar svo:
„Aldregi hefur hugur minn verið jafnglaður og ljettur, og nú, er jeg
kem aptur til yðar, ástkæru landsmenn, eptir næstum 7 ára burtu-
veru, til þess að taka þátt í meðlæti yðar og mótlæti, gleði yðar og
hryggð.“ Auk Norðra gaf Sveinn út Jónsbók og fleiri fornrit en fluttist
til Reykjavíkur árið 1862.45 Þar sá hann meðal annars um útgáfu
Alþingistíðinda og um áramótin 1864/1865 mun hann hafa lesið
próförk að „Veiðiför“ Jóns.46
Jón Árnason svaraði 14. apríl 1867 og vildi fá eintak af fyrri út -
gáfunni sem fyrst og „handritið með svo samið verði um og farið að
prenta“. Þar vísar hann til viðbótanna sem Jón Thoroddsen hafði
skrifað og Páll Hjaltalín einnig nefndi. Þetta gerði Jón 30. apríl: „Ég
sendi þér nú allt heila draslið, fyrri útgáfuna af P. st. og svo viðauk-
ana.“ Sveinn hafði tekið að sér prófarkalestur og vildi Jón samt að
Jón Árnason hefði þar „hönd í bagga og treysti ég ykkur báðum til
þess að koma kverinu út vítalítið.“ Um viðaukana hafði hann þetta
að segja:
Hafi P. og stúlka áður komið sér inn í hús almennings, þá er ég nú svo
hreykinn með sjálfum mér að halda að viðaukarnir að minnsta kosti
ekki spilli henni, en bæti brestina í fyrri útgáfunni sem ég sjálfur hefi
séð en almenningur ekki séð. Handritið á viðaukunum er ekki gott að
stafsetningu til og réttritun, en að lagfæra þetta trúi ég þér og prófdóm-
andanum S.Sk. vel fyrir. Ég hafði ekki tíma til sjálfur að hreinskrifa, en
varð að brúka snikkara til þess sem ekki hafði góðan hefil.47
már jónsson156
44 Bréf Jóns Thoroddsens, bls. 267.
45 Norðri, janúar 1856, bls. 1; Íslenzkar æviskrár IV. Páll eggert Ólason tók saman
(Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag 1951), bls. 375.
46 Bréf Jóns Thoroddsens, bls. 204.
47 Sama heimild, bls. 269–270.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 156