Saga - 2016, Page 159
Skrifarinn var Þórður Grímsson, sem kom að Leirá sumarið 1865 og
skrifaði mestan hlutann af varðveittu handriti af síðari skáldsögu
Jóns, Manni og konu.48 Í bréfinu bar Jón við tímaskorti en jafn líklegt
er að hann hafi ekki talið álitlegt að senda handrit með eigin hendi
til prentara, því rithönd hans er óregluleg og stundum torskilin.
Þórður skrifaði skýrum stöfum en samkvæmt þessu var stafsetn -
ingu hans ábótavant. Minnugur lélegs frágangs á fyrri útgáfu, sem
Jón hefur vafalaust gert sér fulla grein fyrir, hefur hann viljað fá
menn í verkið sem væru færari en hann sjálfur, fyrir utan auðvitað
fjarlægðina á milli Reykjavíkur og Leirár. Þegar Jón lést skuldaði
hann Sveini Skúlasyni 44 rd., að ætla má fyrir prófarkalesturinn.
Upphæðin fékkst aðeins greidd að sjötta hluta.49
Gengið var frá samningi um útgáfu bókarinnar 7. maí og hann
undirritaður tólf dögum síðar:
1. Fyrnefnt rit „Piltur og stúlka“, önnur útgáfa, prentast í prentsmiðju
Íslands fyrir herra sýslumann Jón Thoroddsen á Leirá þannig:
2. Að hann borgi fyrir prentun og setningu á arkinu í stóru tólfblaða -
broti, eins og er á „Ásmundarsögu“, prentaða á „enkelt Median
Trykpapir“ með tólf hundraða upplagi og Corpus Antiqua, 12 rdl.
— tólf ríkisdali.
3. Fyrir pappír í upplagið af „Median prima“ borgist fyrir „Rísið“ 4 rdl.
og fyrir prófarkapappír, er reiknast 3 til arks af „Median Post“, 28 sk.
bókina. Tólf arkir verða lagðar fram yfir á hverju arki, svo að fullt
upplagið náist.
4. Borgunin greiðist þannig: öll í peningum, er verði færðir forstöðu -
manni prentsmiðjunnar kostnaðarlaust; ¼ prentunarkostnaðarins sé
borgaður að einum mánuði liðnum, eptir að bókin er alprentuð, og
annar ¼ partur að 4 mánuðum liðnum, eptir að bókin er alprentuð,
og það sem eptir stendur að einu ári liðnu, frá því að bókin er full-
prentuð.
Jón veðsetti hálft sjöunda hundrað í Austustu-Leirárgörðum fyrir
prentunarkostnaðinum og einar Þórðarson skuldbatt sig til „að sjá
um, að útgefandinn fái bókina velprentaða, og að hún verði alprent -
uð um 12. júní þessa árs.“ Undir samninginn rita einar og Jón Árna -
skáldsagan pil tur og stúlka 157
48 Bréf Jóns Thoroddsens, bls. 310; Steingrímur J. Þorsteinsson, Jón Thoroddsen og
skáldsögur hans I, bls. 109.
49 ÞÍ. Sýsluskjalasafn. Borg.Mýr. eD1/7, 2. Skiptabók Borgarfjarðarsýslu 1869–
1876, bls. 13 og 20.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 157