Saga - 2016, Side 160
son.50 Í einu rísi voru 500 arkir af pappír í pakka og dugði hver örk
í 16 blaðsíður. Median var ákveðin gerð af pappír, betri tegund í
bókina og lakari fyrir prófarkirnar. Að leggja „tólf arkir fram yfir á
hverju arki svo að fullt upplag náist“ þýðir að fyrir hverjar 100 bæk-
ur í upplaginu prentaði prentarinn 112 stykki af hverri örk, svo að
eftir allt umstang við bókband og annan frágang náðust örugglega
100 gallalaus eintök.51
Jón Thoroddsen hafði áhyggjur af naumum tíma og bað Jón
Árnason, 16. maí, um að sjá til þess að hann fengi tvær arkir úr bók-
inni svo sem fjórum dögum áður en „bræðurnir setjast á Alþing.
Þetta verður að vera heimuglegt.“52 Jóni hefur verið annt um að
vinir hans á Alþingi fengju að sjá afurðina sem fyrst en óttinn reynd-
ist ástæðulaus, því þing kom saman 1. júlí og var bókin þá tilbúin.53
Hann sendi Jóni Árnasyni uppkast að titilblaði 21. maí og fól honum
að semja við bókbindarana egil Jónsson og Friðrik Guðmundsson
um „innheftingu“, helming hvorn. einnig vildi hann fá 200 eintök
bundin í stíft band og 100 eintök í gyllt. Þann 10. júní skrifaði hann
aftur um kápuna og verðið: „Ég ætla að biðja þig að ráða um káp -
una á Pilti og stúlku, það er best að verðið standi á kápunni prentað,
og sé hið sama er ég gat um við þig.“54
Jón fékk fyrstu eintök bókarinnar 16. júní og fagnaði því sam-
dægurs í bréfi til Jóns Árnasonar. enn var þó kápan ófrágengin: „Þú
biður mig svars um ýmislegt sem snertir skikkju Indriða og Sigríðar;
mitt ultimatum er: hertoginn láti hana vera í litklæðum, rauðum,
bláum, gulum, grænum, setji svo titil og ártal á, og bæti við þessum
orðum: „kosta heft 80 s.““ einn ríkisdalur var of hátt verð, fannst
honum, en þetta hæfilegt, þar sem bókin áður „gekk vel út“ fyrir 64
sk. Samningar höfðu ekki tekist um band og vildi Jón ekki ræða það
frekar: „þeir sem vilja eiga kverið geta sjálfir stífað það eða gyllt,
eftir því sem þeir vilja.“ Þegar kápan væri tilbúin vildi hann að Jón
Árnason seldi sem flest „af þeim 300 ex. sem þú hefir sent mannin-
um með kringlótta klofinu“ og mun hafa átt við Friðrik sem ann -
aðist heftingu síðar (sjá hér á bls. 162). Jón fengi síðan einn fimmta af
már jónsson158
50 ÞÍ. einkaskjalasöfn e. 107: Jón Thoroddsen; Bréf Jóns Thoroddsens, bls. 269.
51 Ég þakka Sverri Sveinssyni prentara fyrir þessar útskýringar.
52 Bréf Jóns Thoroddsens, bls. 273.
53 Tíðindi frá Alþingi Íslendinga 1867 I. Ritnefndarmenn Jón Pétursson og Sveinn
Skúlason (Reykjavík: Alþingi 1867), bls. 1 og 1028.
54 Bréf Jóns Thoroddsens, bls. 274 og 277.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 158