Saga - 2016, Síða 161
andvirðinu í sölulaun en aðrir sölumenn sjöunda hluta. engir áttu að
fá gjafaeintak nema þeir „sem skrifaðir eru á minni lífernisbók“,
hvað svo sem það nú þýðir. Í lok bréfsins fagnaði Jón því að Sveinn
Skúlason, sem væri smekkmaður, gæfi honum „ágætlega fyrir við -
bætirinn.“55 Benedikt Gröndal Sveinbjarnarson, sem vann með Jóni
að Norðurfara árið 1848, var ekki sama sinnis og skrifaði í tímarit sitt
Gefn árið 1872: „„Piltur og stúlka“ er all-laglegt kver, en fyrri útgáfan
er betri en hin seinni, því höfundurinn fór þar að koma með ýms orð
sem honum hafa fundist findin, en sem oss finnast ófindin.“56
Þar hefur Benedikt, að vænta má, einkum haft í huga 22 blað -
síðna langa og á köflum heldur ýkjukennda lýsingu á brúðkaupi
Sigríðar og Indriða, þar sem meðal annars Þorsteinn matgoggur fer
á kostum og ormur Bjarnason gantast við Rósu egilsdóttur, eigin-
konu Guðmundar á Búrfelli. Miklu styttri viðbót er um viðkynn -
ingu þeirra hjóna, eftir að Guðmundur fótbrotnaði á ferð til Vopna -
fjarðar, og aðrar viðaminni breytingar auka fáeinum setningum við
eða rétt snyrta textann eða skerpa atriðin, fyrir utan enn smávægi-
legri orðalagsbreytingar og lagfæringar. Má og nefna að tekin var út
vísun í tímaritið Fjölni sem Jóni hefur þótt vera orðin úrelt.57 Þrjú
dæmi um minniháttar breytingar verða látin duga:
1850 1867
… þú dregur þeirra taum, sem þú
held ur að geti gefið þjer betra að jeta
(17).
… þar er ekki tekið svo mikið eptir
því, hvurnin maður er klædd, enn
við dansleikinn, góða mín! verður
maður þó að minsta kosti að vera
ekki svo afkáralega klædd, að aðrir
hlægi að manni (117).
Þjer sögðuð, að þetta væri andlits-
myndin konunnar yðar (135).
skáldsagan pil tur og stúlka 159
55 Sama heimild, bls. 278–279.
56 Benedikt Gröndal, „Um hagi Íslands“, Gefn 3:2 (1872), bls. 60; Ritsafn III. Útg. Gils
Guðmundsson (Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja 1950), bls. 284.
57 Jón Thoroddsen, Piltur og stúlka (1850), bls. 105; Jón Thoroddsen, Piltur og
… þú dregur þeirra taum, sem þú
heldur að geti slett í þig bita eða
sopa (21).
… þar er ekki tekið svo mikið eptir
því, hvernig maður er klæddur, en
við dansleikinn, góða mín! verður
maður þó að minnsta kosti að vera
ekki svo afkáralega klæddur, að
aðrir hlæi að manni (130).
Þjer sögðuð, að þetta væri myndin
konunnar yðar; varð yður þá ekki
mismæli? (149)
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 159