Saga - 2016, Side 164
burðar um upplagið má nefna að árið 1841 var Biblían prentuð í
Viðey í 1400 eða 1500 eintökum og var nærri því á þrotum sumarið
1854. Reykjavíkurútgáfa verksins fimm árum síðar kom út í 2000
eintökum. Þegar einar Þórðarson, sumarið 1854, lét sér detta í hug
að gefa Vídalínspostillu út að nýju þurfti hann 500 áskrifendur til að
leggja í framkvæmdina.64
Jón Thoroddsen var kominn til Reykjavíkur 12. júlí, að hann
greiddi Friðrik Guðmundssyni 1 rd. 80 sk. í reiðufé, væntanlega til
að liðka fyrir frágangi bókarinnar. Fyrst hefur hann viljað vel
bundnar bækur fyrir sjálfan sig og til gjafa, því 18. júlí gekk Friðrik
frá 10 eintökum í „velsku bandi“ fyrir 2 rd. 80 sk. Þremur dögum
síðar lauk „heftingu“ á 300 eintökum (5 rd. 48 sk.) og 29. júlí á 100
eintökum til viðbótar (1 rd. 80 sk.) en 11. september á 200 eintökum
(3 rd. 64 sk.).65 Þarna voru þá 600 eintök orðin söluhæf í „skikkju
Indriða og Sigríðar“, en afgangurinn beið í prentsmiðjunni (sjá hér
á bls. 165). Að öllu samanlögðu hefur framleiðslukostnaður verið
rúmir 16 sk. á hvert eintak: prentun 8 sk., pappír 6 sk., kápan 1 sk.
már jónsson162
64 Þjóðólfur 10. júní 1854, bls. 229–230; „Þann arf vér bestan fengum“ — Íslenskar
biblíuútgáfur. Ritstj. Sigurður Ægisson (Reykjavík: Hið íslenska biblíufélag
2015), bls. 21 og 23. Upplagstölur um miðbik 19. aldar liggja ekki á lausu; sbr.
orð Lofts Guttormssonar: „Upplýsingar um upplag bóka, tímarita og blaða á
þessum tíma eru strjálar og ekki sem áreiðanlegastar“; sjá „Framleiðsla og
dreifing ritaðs máls“, Alþýðumenning á Íslandi 1830–1930. Ritstj. Ingi Sigurðsson
og Loftur Guttormsson (Reykjavík: Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 2003),
bls. 55. Á sömu blaðsíðu nefnir hann að fréttablaðið Þjóðólfur hafi eftir miðja
öldina komið út í 1100–1200 eintökum. Meginrit um sögu bókaútgáfu og prent-
unar tilgreina engar tölur; sjá Böðvar kvaran, Auðlegð Íslendinga. Brot úr sögu
íslenzkrar bókaútgáfu og prentunar frá öndverðu fram á þessa öld (Reykjavík: Hið
íslenska bókmenntafélag 1995), bls. 151–171; Ingi Rúnar eðvarðsson, Prent eflir
mennt. Saga bókagerðar frá upphafi til síðari hluta 20. aldar (Reykjavík: Hið íslenska
bókmenntafélag 1994), bls. 45–47 og 212–214. Um tímabilið 1740–1840, sjá
Helga Magnússon, „Fræðafélög og bókaútgáfa“, Upplýsingin á Íslandi. Tíu rit-
gerðir. Ritstj. Ingi Sigurðsson (Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag 1990),
bls. 195, 205 og 209; Torfi k. Stefánsson Hjaltalín, „elska Guð og biðja“ — Guð -
rækni bókmenntir á Íslandi á lærdómsöld (Reykjavík: Flateyjarútgáfan 2016), bls.
248, 269 og 290.
65 ÞÍ. Sýsluskjalasafn. Borg.Mýr. eD2/8. Dánarbú Borgarfjarðarsýslu 1868, örk 1,
bl. 223. Þann 13. júlí borgaði Jón út rúma 64 rd. úr arfi eftir séra Vernharð
Þorkelsson í Reykholti, sjá sömu heimild, örk 3, bl. 112. Níu dögum síðar seldi
hann Martínusi Smith kaupmanni hálfa jörðina Rifgirðingar í Hvammsfirði á
2050 rd., sjá ÞÍ. einkaskjalasöfn. e. 107. Jón Thoroddsen. Bæði skjölin voru
skrifuð í Reykjavík.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 162