Saga - 2016, Side 165
og hefting 1½ sk. Að viðbættum sendingarkostnaði og öðru um -
stangi hefur kostnaður af hverju eintaki því verið tæpir 20 sk.
Jón var kominn aftur að Leirá 29. júlí og skar úr um hreppaflutn-
ing þurfandi hjóna og barna þeirra.66 Hann fór aðra ferð til
Reykjavíkur í október. Samkvæmt reikningi frá Jörgensen (Jörsa)
veitingamanni í Reykjavík, dagsettum 1. júní 1868, var Jón hjá hon-
um 13. október 1867 og fékk sér tvö toddýglös og fimm flöskur af
Baier, sem samanlagt kostaði 82 sk. Viku síðar var færður til bókar
„Restance paa Diverse“ upp á 1 rd. 76 sk.67 Þann 16. október borgaði
Jón út 90 rd. af arfi eftir eirík Vigfússon Reykdal hreppstjóra.68
Dagana 15.–25. október var tekið nærri daglega út af reikningi Jóns
í verslun Martínusar Smith og má ætla að hann hafi sjálfur verið að
verki. Þann 19. október var lagður inn dúnn fyrir 118 rd. 57 sk. og
fjórum dögum síðar ávísað 10 rd. til Friðriks bókbindara.69 einhvern
þessara daga flutti Jón kvæði til Jóns Sigurðssonar, í kveðjusamsæti
sem haldið var honum til heiðurs, og lét prenta það sérstaklega. Jón
forseti hélt utan 23. október og skrifaði níu árum síðar að þá um
sumarið hefði Jón Thoroddsen „sýnilega“ verið „farinn að missa
mjög heilsu og fjör.“70
Hægt er að átta sig á því hvernig sala bókarinar fór fram og
hvernig hún gekk. Þann 7. október 1867 hafði egill Jónsson selt 50
eintök af Pilti og stúlku á 41 rd. 11 sk. og samkvæmt reikningi, sem
hann gaf út 31. desember, fékk hann 8 rd. 21 sk. í sölulaun eða 20%.
Afganginn tók hann upp í skuld Jóns vegna útgáfunnar á Snót árið
1865.71 egill bað síðan Jón 15. janúar 1868 um að senda sér 10–20 rd.,
skáldsagan pil tur og stúlka 163
66 ÞÍ. Sýsluskjalasafn. Borg.Mýr. GA/9, 1. Aukadómsmálabók Borgarfjarðarsýslu
1856–1870, bl. 197r; Borg.Mýr. C2/5, 2. Bréfabók Borgarfjarðarsýslu 1865–1868:
29. júlí 1867.
67 ÞÍ. Sýsluskjalasafn. Borg.Mýr. eD2/8. Dánarbú Borgarfjarðarsýslu 1868, örk 1,
bl. 190.
68 ÞÍ. Sýsluskjalasafn. Borg.Mýr. eD2/8. Dánarbú Borgarfjarðarsýslu 1868, örk 3,
bl. 116.
69 ÞÍ. Sýsluskjalasafn. Borg.Mýr. eD2/8. Dánarbú Borgarfjarðarsýslu 1868, örk 1,
bl. 198–200.
70 Jón Sigurðsson, „Æfiágrip“, bls. xxxix; Kvæði eptir Jón Thóroddsen sýslumann,
bls. 23–25; Kvæði eptir Jón Þórðarson Thóroddsen, bls. liii og 23–25; Páll eggert
Ólason, Jón Sigurðsson IV (Reykjavík: Hið íslenska þjóðvinafélag 1932), bls.
368–369 og 405.
71 ÞÍ. Sýsluskjalasafn. Borg.Mýr. eD2/8. Dánarbú Borgarfjarðarsýslu 1868, örk 1,
bl. 314.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 163