Saga - 2016, Qupperneq 167
þessa litlu skuld, eður þá að ég sendi þær suður til yðar, sem nú er
ekki svo hægt að koma á þessari tíð.“75 Jón Guðmundsson og
Guðný Andrésdóttir Fjeldsted höfðu verið í vist á Leirá til vors 1865
og áttu þá inni laun, hún 15 rd. fyrir veturinn og 5 rd. frá því árið
áður en hann „nokkuð“. Þau settu niður bú á Draghálsi og eftir að
Piltur og stúlka kom út bað höfundurinn Jón um að selja bókina fyrir
sig. Þann 1. maí 1869 útskýrði Jón málið fyrir skiptaráðanda:
Það sem ég átti eftir af mínu eigin kaupi borgaði Thoroddsen sálugi
mér þó smám saman, en upp í það sem eftir stóð af kaupi konu minnar
vildi hann, síðast er ég átti tal við hann, að ég tæki 14 exempl. af „Pilti
og stúlku“, 2. útgáfu, er hann hafði sent mér til útsölu áður, að frá-
dregnum sölukostnaði. Þegar andvirði 12 exempl. eru dregin frá kaup-
skuldinni verða eftir 10 rd., sem ég óska mér verði útlagðir úr búi
Thoroddsens þegar skipti þess framfara.76
Guðný fékk 15 dali greidda úr dánarbúinu við skipti 4. maí 1869.
Jón maður hennar lést 30. september og hún sat í óskiptu búi næstu
árin, en þegar eignir þeirra voru skráðar 29. júní 1876 var ekki til
eintak af Pilti og stúlku á heimilinu.77 Af orðum Páls Hjaltalíns má
svo ráða að Jón Thoroddsen hefur sent enn fleirum bókina til sölu
en ekki verður séð hverjir það voru. Hann lést 8. mars 1868 og voru
eftirlátnar eigur hans skráðar að Leirá 26. mars. Þar lágu þá 126 ein-
tök af Pilti og stúlku en 159 af Snót.78 Jón Árnason var fulltrúi krist -
ínar Ólínu við uppgjörið. Sýslumaður skrifaði honum 26. janúar
1869 og hafði „talfært“ það við einar Þórðarson prentara að hann
keypti það sem óselt væri af Pilti og stúlku. einar bauð 24 sk. fyrir
hvert eintak: „ég sagði við hann að hann gæti þá borgað nokk uð af
því með því að taka að sér skuld búsins til prent smiðj unnar, sem nú
án vaxta er 113 rd. 6 sk.“ einar var þá með 5–600 eintök „í materíu“,
það er ekki heft eða bundin, og 120 eintök að auki í sölu út um land.
Á Leirá voru síðan 126 eintök í kápu. Jón fékk umboð til að semja
við einar, helst þannig að hann borgaði fyrir lok apríl og sækti bæk-
skáldsagan pil tur og stúlka 165
75 Bréf Jóns Thoroddsens, bls. 307.
76 Sama heimild, bls. 309–310.
77 ÞÍ. Sýsluskjalasafn. Borg.Mýr. eD1/7, 2. Skiptabók Borgarfjarðarsýslu 1869–
1876, bls. 12; Borg.Mýr. eD2/14. Dánarbú Borgarfjarðarsýslu 1874–1876, örk 5,
bl. 63.
78 ÞÍ. Sýsluskjalasafn. Borg.Mýr. eD1/7, 1. Skiptabók Borgarfjarðarsýslu 1866–
1869, nr. 24b, bls. 15.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 165