Saga - 2016, Síða 169
eigna kristínar að henni látinni, 27. nóvember 1879, að verðgildi
tæplega 150 króna, en bókaskáp átti hún og myndir af Napóleon og
Friðrik konungi sjöunda.85
Kaupendur
Sé haft í huga að prentuð voru samanlagt 1700 eintök af Pilti og
stúlku, sem öll gengu út á endanum, mætti búast við því að bókar-
innar gætti í uppskriftum dánarbúa. Sú er ekki raunin. Frá árunum
1851–1880 eru til skrár yfir eftirlátnar eigur mörg þúsund Íslendinga
af öllum stigum. Skrásetning var alla jafna nákvæm, ekki síst á
bóka kosti, jafnt guðsorðabókum sem öðrum bókum. Væri fólk gift
voru eignir heimilisins skráðar, ekki bara eignir hins látna eða
hinnar látnu.86 Ógjörningur var að líta í öll þessi gögn með aðeins
einn titil í huga, heldur voru athugaðar tiltækar dánarbúsuppskriftir
í Reykjavík, Borgarfjarðarsýslu og Barðastrandarsýslu næstu tíu árin
eftir að bækurnar komu út, það er 1851–1860 og 1868–1877. Þær
reyndust vera 447 að tölu og í hópnum eru 177 konur á móti 270
körlum á aldrinum 21 árs til 88 ára, flest á fimmtugs- og sextugs -
aldri. eignadreifing var frá sjö ríkisdölum upp í 20 þúsund dali, með
29 einstaklinga sem áttu yfir þúsund dali. Bókaeign þessa fólks sést
í töflu 1. enginn munur er á bókaeign á þessum tveimur árabilum
og þeim því slegið saman hér. Áberandi flestir áttu fimm eða færri
bækur og ófáir enga bók, einkum vinnufólk og tómthúsmenn.
Aðeins 14 einstaklingar áttu fleiri en 50 bækur. Sjálfur átti Jón nærri
400 bækur þegar hann lést og er ekki talinn með.87
Tafla 1. Fjöldi bóka í dánarbúum 1851–1860 og 1868–1877 í %
Fjöldi
0–5 6–10 11–50 51+ Samtals dánarbúa
Barðastrandarsýsla 53 21 24 2 100 173
Borgarfjarðarsýsla 48 26 25 1 100 194
Reykjavík 64 11 17 8 100 110
Heildin 53 21 23 3 100 477
skáldsagan pil tur og stúlka 167
85 ÞÍ. Sýsluskjalasafn. Rvk. eD1/6, 2. Uppskriftabók 1875–1899, bls. 69–72.
86 Már Jónsson, „Skiptabækur og dánarbú 1740–1900: Lagalegar forsendur og
varðveisla“, Saga L:1 (2012), bls. 98.
87 Steingrímur J. Þorsteinsson, Jón Thoroddsen og skáldsögur hans I, bls. 75–85.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 167