Saga - 2016, Side 171
af eyjum Breiðafjarðar. eggert Björnsson fæddist 8. júní 1840 og var
vinnumaður á Stóra-Ási í Hálsasveit þegar hann lést, 20. júní 1869,
ókvæntur og barnlaus. Foreldrar hans voru Björn Jakobsson gull -
smiður, sonarsonur séra Snorra Björnssonar á Húsafelli, og Ragn -
heiður eggertsdóttir prests Guðmundssonar á Gilsbakka. Dánarbúið
var skráð 11. ágúst og nam andvirði þess 322 rd. eggert var því ólíkt
fátækari en Helga og Guttormur, en af prestaættum. Önnur út gáfa
Pilts og stúlku var metin á 16 sk. og seldist fyrir 22 sk. á uppboði 16.
október. kaupandinn var erlingur Árnason á Sleggju læk, sem einnig
keypti Nýjatestamentið á 8 sk. og nýlegar nærbuxur á ríkis dal. Hann
var 52 ára og gerðist, ári eftir bókarkaupin, bóndi á kirkju bóli í
Hvítársíðu en hafði áður verið bóndi og húsmaður í Fljóts tungu í
sömu sveit.93 Matsverðið á Pilti og stúlku er ærið lágt miðað við upp-
sett verð, 80 sk., því aðeins tvö ár voru liðin frá því bókin kom út; ef
til vill bendir það til offramboðs. Söluverðið var ögn hærra og má til
samanburðar sýna aðrar bækur eggerts:
Biblían nýja frá 1866 var metin á 2 rd. og seldist á 1 rd. 16 sk.
Nýjatestamenti gamalt var metið á 4 sk. og seldist á 8 sk.
Flokkabók úr bandi var metin á 4 sk. og seldist á 8 sk.
Bænakver var metið á 6 sk. og seldist á 4 sk.
Milton í alskinni var metinn á 8 sk. og seldist á 34 sk.
Íslendingasögur, tvö bindi, voru metin á 16 sk. og seldust á 20 sk.
Noregskonungasögur, þrjú bindi, voru metnar á 40 sk. og seld-
ust á 76 sk.
Jómsvíkinga- og knytlingasögur voru metnar á 16 sk. og seld -
ust á 30 sk.
egilssaga, nýja útgáfan, var metin á 16 sk. og seldist á 30 sk.
Landafræði Halldórs kr. Friðrikssonar, úr bandi, var metin á 4
sk. og seldist á 20 sk.94
Piltur og stúlka var því síst eftirsóknarverðari en aðrar bækur, sem
flestar hækkuðu enn meira í verði. Hitt eintakið var í dánarbúi
Sesselju Jónsdóttur, húsfreyju í Skáleyjum, sem var fædd 12. febrúar
1823 og lést 1. september 1873. Dánarbú hennar var skráð 27. apríl
1874 og nam andvirði þess 2779 rd. Á heimili hennar og Svein -
skáldsagan pil tur og stúlka 169
93 Upplýsingar um þá báða fengust af Vef. islendingabok.is og Vef. manntal.is.
94 ÞÍ. Sýsluskjalasafn. Borg.Mýr. eD2/13. Dánarbú Borgarfjarðarsýslu 1869–1873,
örk 1, nr. 4; Borg. Mýr. eD1/7, 2. Skiptabók Borgarfjarðarsýslu 1869–1876, bls.
44–47.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 169