Saga - 2016, Page 180
sig slíkt minningarmark sem raun ber vitni. Hún sem var bara ætt-
laus vinnukona og hafði verið innan við áratug í Reykjavík eftir
bæja ráp um Reykjadal, Mývatn og Húsavík. Ég vissi af heimildum
að herra Pétur Pétursson, biskup yfir Íslandi og ríkasti Íslend ing -
urinn um þær mundir, og eiginkona hans, hin stórættaða Sigríður
Bogadóttir Benediktsonar frá Staðarfelli í Dölum, voru með afbrigð -
um hjúasæl og hafði ég í því ljósi samband við Sigrúnu Pálsdóttur
sagnfræðing, sem þá var tiltölulega nýbúin að gefa út ævisögu Þóru
dóttur biskupshjónanna, annálaðs bréfritara, og spurði hana hvort
einhvers staðar væri minnst á Björgu Hallgrímsdóttur vinnukonu í
bréfum Þóru eða annarra fjölskyldumeðlima sem hún hefði lesið.
Við leit í útprentuðum uppskriftum Sigrúnar var enga Björgu að
finna og enn var þeirri spurningu ósvarað af hverju óbreytt vinnu-
kona hefði fengið yfir sig minningarmark úr steini á þeim tíma sem
aðeins fyrirfólk og þá helst embættismenn fengu slíka upphefð eftir
andlátið.
Þegar hér var komið sögu kynnti ég þessar vangaveltur mínar í
viðburði, sem kallaður var „Öndvegiskaffi“ eða „Öndvegisfóður“, í
ReykjavíkurAkademíunni haustið 2013. Í óformlegu spjalli eftir
kynninguna komu fram ýmsar hugmyndir kollega minna um ástæð -
ur þess að Björg hefði fengið stein yfir sig. Sumar voru gráglettnar,
eins og sú að hún hefði verið hjákona biskups en Pétur var fæddur
1808 og var því ansi aldraður þegar Björg kom inn á heimilið og sjálf
var hún ekkert unglamb á þessum árum þótt hún væri 40 árum
yngri en biskupinn. einnig var ég á þessum fundi spurð úr hvaða
steintegund minningarmarkið væri og hvort ég héldi að steinninn
ætti uppruna sinn á Íslandi. Ég átti hreinlega engin svör við þessum
spurningum, sem vöktu samt ýmsar vanga veltur. — og svo kom í
lokin ung dönsk fræðikona, fornleifafræð ingur, og bauðst til að
koma út í garð og taka mál af steininum og skoða hann nánar með
sínum aðferðum. Ég þáði það með miklum þökkum.
Þar sem við Kirkjugarðsmaðurinn minn fylgdumst með fornleifa -
fræðingnum að störfum í kirkjugarðinum fórum við í alvöru að
velta sjálfum steininum fyrir okkur, lögun hans og gerð ásamt stein-
tegundinni, leturskriftinni og staðsetningu í samhengi við önnur
minningarmörk frá sama tíma. Steinninn er að sönnu eitt óvenjuleg-
asta minningarmark í kirkjugörðum Íslands. Gat verið að hann
tengd ist elstu íslensku steinunum sem voru fyrir í garðinum? og
hver var þá steinhöggvari sá sem hoggið hafði til steininn hennar
Bjargar auk letursins og táknmyndanna?
sólveig ólafsdóttir178
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 178