Saga - 2016, Page 181
Leið mín lá nú enn og aftur upp á Þjóðskjalasafn til að skoða
dánarskrár Dómkirkjunnar frá árunum í kringum dánarár Bjargar í
von um að finna hvaða mektarmenn og konur, sem áttu sér minn-
ingarmark í garðinum, hefðu látist á þeim tíma. Ég þurfti ekki að
leita lengi til að finna réttu púslin í myndina, þótt lausnin hafi svo
komið til mín nokkurn veginn í tveimur áföngum.
Í fyrsta lagi kom það fram í dánarskránum, sem ég svo sem vissi
eftir langa samvist við heimildir um Reykjavík 19. aldar, að einn allra
mesti mektarmaður á landinu, Bergur Thorberg landshöfðingi, lést
mjög óvænt og sviplega eftir koníakstoddýdykkju aðfaranótt 21.
janúar árið 1886, einu og hálfu ári áður en vinnukonan Björg safn -
aðist til mæðra sinna. Bergur hafði tekið við embættinu árið 1882 og
var því aðeins á fjórða ári í embætti. Hann var kvæntur seinni konu
sinni, Önnu Jensínu elínborgu Pétursdóttur, biskups Péturssonar,
þegar hann lést og var því eins nátengdur biskupshúsinu, þar sem
Björg þjónaði, og hægt er að hugsa sér. yfir Berg reisti eiginkona hans
og biskupsdóttirin áberandi minnisvarða í garðinum sem á sér afar
merkilega sögu sem rakin verður hér í eins stuttu máli og hægt er.
Sagan er sögð í bók Björns Th. Björnssonar listfræðings, Minn -
ingar mörk í Hólavallagarði, sem út kom árið 1988. Þar segir Björn
meðal annars:
Frú elínborg hafði enga töf á því að láta smíða legstein yfir eiginmann
sinn, og þar sem hann var grafinn í öðrum næsta reit við Jón Sigurðs -
son, skyldi og steinninn yfir hann rísa hátt. Þar sem Júlíus Schau
[danskur steinhöggvari er settist að tímabundið á Íslandi] hafði átt
mikil samskipti við Berg, sem var meðal annars í byggingarnefnd
Alþingishússins, var ekki nema eðilegt að hún leitaði til hans um þetta
vandaverk. Þegar um haustið var steinninn kominn á leiðið, í reit R
409, og segir Þjóðólfur [dagblað í Reykjavík] svo frá þann 10. desember:
ég datt um stein 179
Mynd 6. Teikning eftir málsetningu fornleifafræðings.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 179