Saga - 2016, Side 188
eitt vandamálið hefur t.d. verið val uppflettiorða, ekki sízt lengd þeirra.
Í þeim efnum hef ég e.t.v. alltof oft freistazt til að rita fremur lengra mál
en skemmra, og kann vel að vera, að þar finnist sumum mörgu of -
aukið, en öðrum jafnvel, að sitthvað skorti á; leikur enginn vafi á, að
hvorir tveggja hafi margt til síns máls. (einar Laxness, Íslandssaga l-ö, 1.
útg. 1977, bls. 246−247).
Í ljósi þess hversu oft verkið hefur verið endurútgefið síðan virðist
þó auðsætt að einar hafi fundið hentugan milliveg hvað varðar
lengd og umfang bókarinnar. Í annarri útgáfu fyrra bindisins var
aukið við efnisorðum, þau lengd sem fyrir voru og bætt við tilvís-
unum. Bendir það til þess að höfundur hafi talið skorta efni í bók -
inni heldur en hitt. Gerðist hið sama í síðari útgáfum bókarinnar.
Jafnan var aukið við efni en afar lítið skorið niður.
Í formála þriðju útgáfu kemur fram að upphaflega hafi Björn
Þorsteinsson átt að semja færslur um Íslandssögu til siðaskipta en
einar sjálfur um Íslandssögu seinni alda (einar Laxness, Íslandssaga a-
h, 3. útg. 1995, bls. 7). Tekur höfundur fram að Björn hafi leyft einari
að nota að vild það efni sem hann var búinn að semja en einnig nefnir
einar sérstaklega samnorræna alfræðiritið Kultur historisk leksikon for
nordisk middelalder, sem kom út í 22 bindum á árunum 1956−1978 og
„er mikil náma um norræna miðaldasögu“ (sama heimild). Þannig
má segja að þetta trausta undirstöðurit hafi átt að vera uppbót á þeim
sviðum þar sem höfundur hafði ekki sérkunnáttu og einnig að vinna
gegn slagsíðu varðandi tiltekin tímabil. Verkið býður því upp á heild-
arsýn á Íslandssöguna. Með því að bera saman mismunandi útgáfur
má glöggt sjá að höfundur hefur fylgst með umræðu í íslenskri
sagnfræði; stundum með því að auka við heimildaskrá en stundum
með endurskoðun á einstökum færslum milli útgáfna.
Hvað má þá segja um efnislega slagsíðu? eins og höfundur benti
ítrekað á, í formálum að mismunandi útgáfum verksins, eru stuttar
alfræðifærslur ekki endilega hentugar til að taka á flóknum efnis-
atriðum. Við þessum vanda var brugðist með því að hafa færslur
um tiltekna málaflokka (t.d. landbúnað eða sjávarútveg) langar og
ítarlegar en mikill meirihluti færslna er þó frekar stuttur. Því var
freistandi að rekja sögu vel skilgreindra fyrirbæra sem áttu sér af -
mark að tilveruskeið. Dæmi um slíkt eru skammlífir stjórnmála-
flokkar, dagblöð eða vikublöð sem störfuðu um lengri eða skemmri
tíma og ýmis konar félagsskapur. Dæmi um slíkan félagsskap væri
t.d. ósýnilega félagið, sem er „talið fyrsta bókmenntafélag á Íslandi“
(stofnað um 1760) og „þótti nýjung á sínum tíma, en mun raunar
sverrir jakobsson186
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 186