Saga - 2016, Page 194
Það er ekki síst gildi yfirlitsverka á borð við Ég skapa — þess vegna er ég
að stilla út stöðum sem „kjarna“ verkin upp á nýtt fyrir lesandanum. Í
umfjöllun um Suðursveitarbækur Þórbergs staldrar Soffía við steinana. Hina
frjóu upplifun barnsins á stórgrýtinu sem hefur hrunið úr fjallinu ofan við
bæinn og verður einskonar sálufélagi Þórbergs unga. Soffía beinir athygli að
steininum sem var ekki sýnilegur nema stundum. „Þessum steini líkir
Þórbergur við móður sína án þess að hann geti útskýrt hvernig á því stendur
og það er „eitthvað óhugnanlega dularfullt“ við hann.“ Soffía rekur þessar
hugleiðingar saman við kenningar Freuds um það hvernig börn læri að
sætta sig við aðskilnað frá móður sinni. en mætti ekki líka ætla að Þórbergur
væri hér ómeðvitað að heilsa upp á Ödipusarduldina? ekki síst þar sem
athuganir barnsins á steininum verða að fara leynt? „Hann pápi getur
komið þá og þegar og sagt: „Því liggurðu hér eins og helvítis ómagi?“”
(Þórbergur Þórðarson, Í Suðursveit (Reykjavík: Mál og menning 1975), bls.
153). Lýsingin tekur yfir einar níu blaðsíður í Steinarnir tala sem jafnframt
eru niðurlag verksins og eins konar niðurstaða. Að móðirin, sem Þórbergur
dáði umfram aðrar verur, hafi ekki mátt skína nema í vissu ljósi? Í góðu
samræmi við Freud göfgar hinn þroskaði maður svo hvötina þegar
steinarnir eru orðnir „risavaxið listasafn“ (bls. 128 og 137).
Soffía tekur til í skólagöngu Þórbergs í fimmta kafla. Sú mynd sem les-
endur Þórbergs hafa haft af námsmanninum Þórbergi er óneitanlega hrak-
fallabálkur, hvernig hann hrökklaðist úr kennaraskólanum og fór í tvígang
erindisleysu frá prófborði í Menntaskólanum í Reykjavík. en háskólanámið
hefur ósjálfrátt viljað fylgja með, ekki síst af því að Þórbergi var meinað að
ljúka því formlega með prófi. en Soffía leiðir í ljós hve gagngert þetta fimm
ára háskólanám hefur verið í raun, hve heilshugar Þórbergur gaf sig því á
vald og hvert mót það setti á vinnubrögð og viðhorf höfundarins. Má segja
að Soffía útskrifi Þórberg frá norrænudeild Háskóla Íslands, heilli öld eftir
að honum var gert að fara þaðan bónleiðum.
Það gegnir líku um ljóðagerð Þórbergs og háskólanámið,
hún hefur hálfpartinn orðið viðskila við skáldið (nema í áliti Halldórs
Laxness sem vildi gera hana að aðalatriði í höfundarverkinu þegar sá gáll -
inn var á honum). Soffía tekst á hendur næsta tæmandi úttekt á ljóðskáldinu
í sjötta kafla bókarinnar. Henni telst til að prentuð kvæði skáldsins séu hátt
á fjórða hundrað erinda og mætti margt skáldið sjálfsagt nægjast við minna,
að ógleymdu því að sum ljóða Þórbergs eru óbrigðult sungin hvenær sem
landar hans hefja söng í gleðskap — „Í Skólavörðuholtið hátt“, „Seltjarnar -
nesið“… — ásamt „Maístjörnu“ Halldórs Laxness.
Í áttunda kafla fjallar Soffía um stílfræði Þórbergs, en hann er örugglega
sá íslenskur höfundur sem mest og best hefur skrifað um það hvernig „eigi“
að skrifa — eins konar „skapandi skrif“ löngu áður en hugtakið fékk aka-
demískan sess. Ritgerðin „einum kennt — öðrum bent“ blasir við, en líka
fjölmargir staðir allt frá Bréfi til Láru til Sálmsins um blómið þar sem höfund-
ritdómar192
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 192