Saga - 2016, Side 195
urinn leggur frá sér pennann og tekur upp kennaraprikið. en eins og oft vill
verða var það ekki kennslustundin sem sat eftir (nákvæmni, tilgerðarlaus
ekki-kiljanskur stíll) heldur frímínúturnar: ónákvæmni, þ.e. að skrifa hlut-
læga frásögn á huglægan hátt. Reyndar boðar Þórbergur einmitt þetta í
minningarorðum um séra Árna Þórarinsson, sem birtust í Þjóðviljanum 13.
febrúar 1948 og spanna heila átta dálka, þar sem hann lítur yfir farinn veg
ævisögunnar, jafnframt því sem hann hugleiðir hlut sinn í verkinu með
þessari blátt áfram niðurstöðu: „Í frásagnarsnilli er aðeins einn erfiðleiki.
Það er að gera staðleysur að staðreyndum, sem áheyrandinn trúir.“
og leggur síðan frá sér kennaraprikið til að senda tortryggjendum
sínum fingurinn: „Það er ein af náðargáfum snillingsins að trúa því, sem
hann veit, að er lygi“ (bls. 248).
Löngu síðar fékk aðferðin heiti — frá öðrum Bergi komið — „skáld -
ævisaga“ sem fellur eins og flís við óæðri enda okkar allranýjustu bók-
mennta. Í lokakafla Ég skapa — þess vegna er ég tilgreinir Soffía eina tólf
nútímahöfunda íslenska sem allir hafa játast Þórbergi á einhvern máta og
smíðar af því tilefni hugtakið, „textafagnað“ með hliðsjón af mannfagnaði:
Tilgáta mín er að með skrifum sínum hafi Þórbergur kynnt til sögunnar
nýja tegund bókmennta á Íslandi, bókmenntagervi sem sterk rök eru
fyrir að kenna við skáldævisögu, og þannig haft mikil áhrif á íslenskar
bókmenntir, ekki síst frásagnarbókmenntir síðastliðinna tuttugu ára.
Samtímamenn Þórbergs áttu oft í erfiðleikum með að skilgreina og
flokka bækur hans og var það helst þessi samsláttur ævisögu og skáld-
skapar, hvernig hann leikur sér á landamærum lífs og listar, sem vafðist
fyrir þeim sem um bækurnar fjölluðu. Það er hins vegar engu líkara en
að í upphafi tuttugustu og fyrstu aldarinnar sé uppskerutíð úr akri
Þórbergs. Þetta bókmenntagervi, sem Þórbergur innleiddi í íslenskar
bókmenntir, blómstrar í skrifum jafnt yngri sem eldri höfunda um leið
og hugtakið sjálft hefur fest rætur í íslenskri bókmenntaumræðu (bls. 23).
Í ljósi þessa er ekki laust við að spásögn hins áttræða Þórbergs — í viðtali
við hinn tvítuga Davíð oddsson fyrir Skinfaxa, málgagn Framtíðarinnar
anno 1968: „Ég er ekki móderni. Ég er eins og menn verða eftir næstu alda-
mót“ — hafi fengið á sig svip áhrínisorða.
en skyldi Þórberg hafa órað fyrir því 25. september 1959, þegar hann
var, að venju, að færa inn í dagbókina veðurlýsingu og annað sem á daginn
hafði drifið, að ögn austar við Hringbrautina hefði þann sama dag komið í
heiminn stúlka, rauðhaus eins og hann, sem átti heldur betur eftir að koma
við hans sögu. Kompaníið hafði komið út fyrr á því ári, í tilefni af „sjötugs -
afmæli“ höfundarins, og festi í sessi mynd sem þetta nýfædda stúlkubarn
átti í fyllingu tímans eftir að taka upp á nýtt og stækka. Með doktorsritgerð
sinni og bók hefur Soffía endurskilgreint höfundarstöðu Þórbergs og efnt
ritdómar 193
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 193