Saga - 2016, Page 198
höfðingjum Þjóðverja og Frakka, þeim Helmuth von Moltke og Joseph Joffre
(bls. 82). Þess konar umfjöllun á raunar alveg rétt á sér miðað við megin -
viðfangsefni bókarinnar, meðvitund Íslendinga um síðari heimsstyrjöldina,
því hún var að miklu leyti mótuð af fjölmiðlum sem lögðu mikla áherslu á
helstu persónur og leikendur. Gunnari er einmitt fullkunnugt um að til-
gangur og sjónarhorn ritsins komi að vissu leyti í veg fyrir að hægt sé að
hverfa almennilega frá hinu karllæga sjónarhorni sem leggur áherslu á karla
sem gerendur, þ.e. hermenn, hershöfðingja og stríðshetjur, í sögulegri fram-
vindu. Hann gerir sér því far um að auka vitund lesandans um þá kynja -
skekkju sem er óumflýjanleg í riti sem reiðir sig mjög á texta skrifaða af körl-
um um karla og fyrir karla. Slík vinnubrögð hljóta að vera til fyrirmyndar.
Það hefur þó þær afleiðingar að bókin sker sig ekki jafn rækilega úr
hefðbundnum áherslum í sagnritun um stríð og gefið er í skyn í inngangi
ritsins. Gunnar skiptir ritinu í nítján kafla en fyrstu sjö er varið í að rekja
aðdraganda og framvindu stríðsins á frekar hefðbundinn hátt. Lesandinn
þarf því að klára um þriðjung bókarinnar áður að hann kemst í bitastæða
umfjöllun um meginviðfangsefnið. Gunnar Þór sýnir vissulega viðleitni til
að flétta meginviðfangsefnið við umfjöllun um orrustur og víglínur sem
hægt er að lesa sér til um annars staðar, en þó verður aðdragandinn að
teljast fulllangdreginn.
Gunnar er í essinu sínu frá og með áttunda kafla bókarinnar. Hann hefur
næmt auga fyrir frásögnum sem ekki aðeins varpa ljósi á fyrri heimsstyrj-
öldina og sýn Íslendinga á hana heldur hreyfa við lesandanum á einn eða
annan hátt. Það á sérstaklega við um persónulegar frásagnir sem hann
byggir á ævisögum, æviþáttum eða sendibréfum og gefa okkur tilfinningu
fyrir því að styrjöldin hafi staðið Íslendingum nokkuð nærri þótt helstu
stríðsátökin ættu sér stað í órafjarlægð. Hann segir frá skrifum Þjóðverjans
Richards Braun, sem rak verslun á Íslandi og barðist á vígstöðvunum, á
þann hátt að lesandinn gerir sér ekki aðeins grein fyrir aðstæðum hermanna
í styrjöldinni heldur fær mynd af því tengslaneti sem tengdi Ísland við
önnur evrópulönd og þeim upplýsingum sem það færði Íslendingum um
styrjöldina (bls. 133–134). Í gegnum frásögn Júlíusar Schopka kynnumst við
kafbátahernaði Þjóðverja og árásinni á millilandaskipið Flóru (bls. 287–288).
Áhugaverðust slíkra frásagna er þó umfjöllun sem unnin er upp úr bréfum
Gunnars Richardssonar, sem gekk í kanadaher aðeins 19 ára að aldri og var
sendur til vesturvígstöðvanna í Frakklandi sumarið 1916. Þar fáum við
nasasjón af lífinu í skotgröfunum og því gegndarlausa ofbeldi sem hermenn
frömdu og urðu vitni að (bls. 240–244). Í kjölfarið dregur Gunnar fram þann
sálræna toll sem stríðið tók af hermönnunum, með frásögn sinni af Bjarna
Viborg sem barðist einnig í stríðinu með kanadaher (bls. 244–246).
Gunnar heldur þannig frásögninni gangandi af lipurð og nemur sjaldn-
ast staðar nógu lengi til að bókin verði leiðinleg, ekki einu sinni í augum
þeirra sem hafa venjulega lítinn áhuga á stríðssögum. Það veldur því reynd-
ritdómar196
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 196