Saga - 2016, Síða 204
textar séu nauðsynlegir til að tengja úrklippurnar saman um leið og athygli
lesenda er vakin á fjölþættum atriðum úr sögu tímabilsins. Nýnæmi þess -
arar útgáfu felst fyrst og fremst í því magni frásagna sem hér birtist en
einnig í margbreytileika þeirra sem taka til máls. Um leið er það einn helsti
styrkleiki bókarinnar. Við heyrum m.ö.o. ekki aðeins af þeim valdamestu
heldur einnig frá þeim lægra settu í samfélaginu, ekki aðeins af gangi
stríðsins á meginlandinu, sem á flestum opnum bókarinnar er rakinn með
tilvitnunum í fréttaskeyti blaðanna frá vígstöðvunum, og af viðbúnaði Breta
og Bandaríkjamanna hér á landi heldur einnig af því hvernig almenningi
reiddi af í lífsbaráttunni. Þannig tekst að bregða upp spegilmyndum af
mannlífinu og lífsháttunum, en höfundur verks af þessu tagi stendur ætíð
frammi fyrir þeirri spurningu hvað eigi að leggja áherslu á og hverju eigi að
horfa fram hjá.
Þótt undirritaður hafi ekki lagst í að reikna út stærðir á einstökum efn-
isþáttum má t.d. halda því fram að mannréttindi flóttafólks séu bókarhöf-
undi ofarlega í huga. Óhætt er að fullyrða að honum hafi þannig tekist að
minna lesendur á þann fjölda fólks sunnar úr álfunni, einkum gyðinga, sem
neitað var um griðastað hér á landi. Áhersla höfundar á þennan efnisþátt
birtist einnig í því að hér hefur hann þurft að leita að frumheimildum í
skjalasöfnum og á vefsíðum safna, hérlendra og erlendra. einnig virðist höf-
undi vera umhugað um að beina sjónum lesenda að stöðu kynjanna á þess-
um árum en það gerir hann m.a. með því að birta texta um stöðu kvenna
sem gjarnan voru skráðir af konum. Þá má nefna að bálkurinn „Mannslát
og slysfarir“ er líklega sá sem hvað oftast kemur fyrir og sama er að segja
um fréttir af ferðum skipalesta til og frá landinu. Loks má nefna að lesendur
eru reglulega minntir á nýjar neysluvörur, ýmist með birtingu auglýsinga
eða stuttra tilkynninga. oft eru þetta vörur sem nú eru daglegt brauð en
voru flestum framandi á stríðsárunum. Sama gildir um innflutning á þekkt-
um byggingarvörum eins og bárujárni. Auglýsingar í blöðum og tímaritum
veita einmitt góða innsýn í neysluvenjur fólks og því kemur nokkuð á óvart
að slíkar birtingar skuli ekki vera fleiri í þessu verki. Á hinn bóginn er
verkið nógu langt fyrir. Mögulegt hefði þó verið að skera niður t.d. ítarlegar
lýsingar á gangi styrjaldarátakanna. Höfundur eyðir, svo dæmi sé tekið,
tveimur opnum í „annál“ innrásarinnar í Normandí. Til samanburðar má
geta þess að viðsnúningurinn mikli á austurvígstöðvunum, nánar tiltekið í
Stalín grad, birtist lesendum aðeins í stuttum fréttaskeytum blaðanna.
Helstu heimildir höfundar eru dagblöð og tímarit, enn fremur rannsókn-
arniðurstöður fræðimanna og ýmiskonar minningarrit, auk myndefnis.
Dagblöð þessara ára, flokksblöðin Morgunblaðið, Tíminn, Vísir, Alþýðublaðið
og Þjóðviljinn/Nýtt dagblað, eru mikið notuð í þessu verki. Þau komu öll út
í Reykjavík og sama er að segja um langflest tímaritin sem nýtt eru við
gagnasöfnunina. Þó að höfuðstaðurinn hafi á þessum tíma verið orðinn
miðstöð fjölmiðlunar í landinu og blöðin hafi vissulega haft fréttaritara
ritdómar202
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 202