Saga - 2016, Blaðsíða 208
undangengnum árum. Við keflinu á nýju ári taka sagnfræðingarnir
erla Hulda Halldórsdóttir og Vilhelm Vilhelmsson.
Auk tímaritsins Sögu hafa sex bækur komið út síðan á síðasta
aðalfundi, allfjölbreyttar að efni og gerð. Tvö rit til viðbótar eru
væntanleg í október og nóvember. Fyrir jólin 2015 kom út ritið
Hellenika, eftir sagnaritarann xenófón, í þýðingu Sigurjóns Björns -
sonar. Af öðrum toga er stutt rit um sögu seinni heimsstyrjaldarinn-
ar, kilja eftir Jón Þ. Þór sagnfræðing. Ritið er ætlað almenningi og
gefur yfirlit hefur helstu atburði styrjaldaráranna. Þriðja ritið, sem
kom út fyrir jólin, er bókin Með álfum eftir yngva Leifsson, doktors-
nema í sagnfræði. Það fjallar um flökkukonuna Ingiríði undir lok 18.
aldar og á fyrri hluta þeirrar nítjándu.
Það sem af er árinu 2016 hafa komið út þrjár bækur. Þann 27.
apríl kom út fyrsta bindið í nýrri heimildaútgáfu skjala Lands nefndar -
innar fyrri 1770–1771. Bókin er gefin út í samvinnu Sögufélags,
Þjóðskjalasafns og Ríkisskjalasafns Danmerkur. Rannís og August -
inusarsjóðurinn í Danmörku hafa styrkt útgáfuna. Fyrsta bindið
geymir bréf almennings til nefndarinnar. Næsta bók kom út 1. júní,
bók Óðins Melsteds Með nótur í farteskinu. Hún fjallar um erlenda
tónlistarmenn á Íslandi um miðbik 20. aldar og kom út í smárita -
röðinni. Nýjasta rit félagsins er bókin Auðnaróðal eftir Sverri Jakobs -
son og kom út 22. ágúst 2016.
Tvær bækur eru í vinnslu um þessar mundir. Bók um Jón Thor -
oddsen, útgáfa á bréfum hans, er í ritstjórn Más Jónssonar. Stefnt er
að því að hún komi út 5. október, á fæðingardegi Jóns. Þann 12. nóv-
ember er áætluð útkoma annars bindis Landsnefndarskjalanna, þar
sem bréf presta og prófasta eru birt. Þann dag fer fram ráðstefna
tengd efni ritanna tveggja sem komið hafa út á árinu, auk þess sem
vefur verður opnaður með myndum af frumskjölunum. Helgi Skúli
kjartansson er fulltrúi Sögufélags í samráðsnefnd um útgáfu skjal-
anna. Ýmsar fleiri bækur eru í vinnslu og verður nánar hugað að
þeim á haust- og vetrarmánuðum. Útgáfuáætlun fyrir félagið verður
sett saman á haustmánuðum til næstu tveggja ára. Þá er einnig
ánægjulegt að greina frá því að bók Smára Geirssonar, Stórhvala -
veiðar sem kom út árið 2015, var tilnefnd til íslensku bókmennta-
verðlaunanna og verðlauna Hagþenkis. Hún seldist vel og hefur
verið mjög vel tekið. Á síðustu fjórum árum hafa því þrjár bækur
Sögufélags verið tilnefndar til íslensku bókmenntaverðlaunanna og
ein þeirra hlotið þau.
ársskýrsla sögufélags 2015–2016206
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 206