Saga - 2016, Blaðsíða 209
Stefnumótun og rekstur
eitt fyrsta verkefni nýrrar stjórnar í desember var að taka ákvörðun
um að fara í formlega stefnumótun fyrir félagið. Leitað var til
ráðgjafarfyrirtækisins Alta og voru haldnir nokkrir fundir með
stjórninni. Auk þess skipulögðu fulltrúar Alta með félaginu almenn-
an stefnumótunarfund á Háskólatorgi í janúar og var hann aug -
lýstur opinn fyrir alla. Á hann voru líka sérstaklega boðaðir félags-
menn Sögufélags, félagsmenn Sagnfræðingafélags Íslands, háskóla-
kennarar í sagnfræði, sagnfræðinemar, safnamenn og fleiri.
Afrakstur þessarar vinnu var kynntur á vorfagnaði Sögufélags,
á innflutningsdegi þess á Dyngjuveg, 1. júní síðastliðinn. Stjórn
félags ins hefur formlega sett sér almenna stefnu og útgáfustefnu,
auk þess sem kynningarstefna er í mótun. Þessi vinna var afar gagn-
leg og hefur stjórnin nýtt sér margt í þeirri vinnu til að gera starf -
semi félagsins og rekstur þess árangursríkan. Hluti af því var einnig
að fá hönnuð, evu Hrönn Guðnadóttur, til að útbúa hönnunarstaðal
fyrir bækur félagsins, sem þegar er farið að vinna eftir. Sú vinna var
einnig kynnt félagsmönnum á vorfagnaði félagsins. Nýsamþykkt
útgáfustefna félagsins verður tekin til nánari útfærslu í vetur, lokið
verður við verk sem þegar eru hafin og hugað að áherslum félagsins
í útgáfumálum með hliðsjón af stefnumótuninni.
Í kjölfar stefnumótunarinnar hefur orðið breyting á bæði starfs-
mannahaldi, húsnæðismálum og framtíðarsýn félagsins. Ákveðið
var að hætta að hafa opna verslun í Skeifunni, þar sem félagið hefur
haft útsölu bóka sinna og starfsmann síðustu fjögur árin. Í staðinn
var tekin sú ákvörðun að leggja áherslu á umboðssölu bóka og rita
félagsins, lækka húsnæðiskostnað, stefna að því að byggja upp vef-
verslun og leggja meira áherslu á kynningarmál og höfundakvöld í
tengslum við útgáfu rita félagsins. Auk þess er í bígerð að hefja út -
gáfu rafbóka samhliða prentuðum bókum. Vefurinn verður endur -
nýjaður með þessi markmið að leiðarljósi.
eftir nokkrar hugleiðingar var samningur gerður við Rithöfunda -
sam band Íslands um aðstöðu fyrir Sögufélag í Gunnarshúsi við
Dyngjuveg. Hér hefur félagið skrifstofu, aðgang að fyrirlestrasal fyrir
fundi og ýmsa viðburði og aðgang að geymslu rými fyrir hluta af lager
sínum. Þessum flutningi fylgdi sú breyting að Ólöf Dagný Óskars -
dóttir, framkvæmdastjóri félagsins til tæpra fimm ára, lauk störfum
fyrir félagið. Sögufélag heldur enn tengslum við Bókmenntafélagið
því það sér áfram um dreifingu nýrra bóka Sögu félags. Bækur félags-
ársskýrsla sögufélags 2015–2016 207
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 207