Saga - 2016, Page 210
ins voru til sölu á bókamörkuðum bæði í Reykja vík og á Akureyri
árið 2015. Á síðasta vorfagnaði félagsins, 1. júní, voru Ólöfu Dagnýju
færð blóm og henni þökkuð vel unnin störf í þágu félagsins.
Þessum breytingum fylgir að félagið tekur bókhaldsvinnu í sínar
hendur og er þessa dagana verið að vinna í að ráða bókhaldsstarfs-
mann. Stjórnin mótaði lagabreytingartillögur sem felast í meginatrið -
um í að færa fjárhagsár félagsins til 1. september. Frá fyrsta september
réð félagið kynningarstjóra, kristínu Svövu Tómasdóttur. Hún hefur
þegar hafið störf og hefur tekist með ágætum að vinna í kynningar-
málum nokkurra bóka félagsins. Hún tekur við vefum sjón og Face -
book-síðu félagins. Átak hefur staðið yfir síðustu mánuði í að fjölga
fylgjendum Sögufélags á þeim vettvangi og hefur þeim fjölgað um
200 á þeim tíma og eru nú hátt í 1000 talsins. enn er verkefni að fjölga
áskrifendum að tímaritinu Sögu og verður hugað frekar að þeim mál-
um á næsta starfsári. Nýjar verklagsreglur voru settar um reikninga-
mál og skjalahald félagsins í byrjun árs. Undanfarna mánuði hefur
verið unnið í að gera samning við Mennta- og menningarmálaráðu -
neytið um fastan árlegan rekstrarstyrk til félagsins næstu þrjú árin.
Viðburðir og samstarf við önnur félög
Sögufélag er félag en ekki fyrirtæki, vissulega útgáfufélag en þó ekki
útgáfufyrirtæki. Félagið er til fyrir félagsmenn sína og fyrir sagn fræð -
ina. Fjöldi manna vinnur óeigingjarnt starf í þágu félagsins, vinnur
að útgáfu bóka, skrifar um þær og tekur þátt í fundum og fyrirlestra-
haldi. Þessi hlið í starfi félagsins er lífæð þess og kraftur. Með flutn-
ingi hingað í Gunnarshús hyggjumst við hlúa enn frekar að þessum
þætti í starfsemi félagsins. Höfundakvöld verða því á dagskrá með
reglubundnari hætti en áður og viðburðir skipulagðir í tengslum við
útgáfur félagsins, ýmist hér í Gunnarshúsi eða annars staðar. Við
erum opin fyrir samstarfi við önnur félög og stofnanir; höfum á und-
anförnum árum og áratugum unnið náið með Sagn fræðingafélaginu,
Sagnfræðistofnun, Bókmenntafélaginu og fleiri aðilum. Viðræður
stóðu yfir á árinu við Fróða, félag sagnfræðinema, um hvernig opna
mætti starfsemi félagsins frekar gagnvart þeim. Framtíðin er full af
möguleikum og áskorunum og hlakka ég til að takast á við verkefni
félagsins á komandi árum í samvinnu við samhenta stjórn og aðra
samstarfsaðila í vinnu að góðum verkum innan sagnfræðinnar.
Reykjavík 17. september 2016
Hrefna Róbertsdóttir, forseti Sögufélags
ársskýrsla sögufélags 2015–2016208
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 208