Strandapósturinn - 01.06.2013, Side 13

Strandapósturinn - 01.06.2013, Side 13
11 og hita sem fylgdi okkur sem eftir var ferðarinnar. Áfram var ekið í gegnum Öræfin að Jökulsárlóni þar sem áð var og fólki leyft að teygja úr sér og auðvitað voru teknar myndir. Því næst var haldið heim að húsdýragarðinum Hólmi þar sem við fórum og skoðuð- um ýmiss konar dýr. Þar á meðal voru lynghænur, fashanar, gæsir, endur og ýmsar dúfnategundir. Þegar komið var austur í Lón var kominn tími til að gefa fólk- inu móakaffi. Ákveðið var að staldra við skammt frá Reyðará en þar er hringskífa eða útsýnisskífa og bekkir og borð sem hentaði okkur mjög vel. Á Djúpavogi var gist á Hótel Framtíð sem stendur við höfnina í virðulegu húsi sem byggt var árið 1905. Fyrir utan hótelið voru fánar í alls konar litum sem höfðu verið settir upp 17. júní en þá er bæjarhátíð á Djúpavogi og göturnar í bænum skreyttar hver í sínum lit. Skreytingarnar voru ansi skemmtilegar en appelsínu- rauða gatan, sem vann keppnina um flottustu götuna þetta árið, var meðal annars með alls kyns fígúrur í sjógöllum svo sem brúð- hjón, sjómenn og dýr. Á hótelinu fengum við frábærar móttökur, góð herbergi og mjög góðan mat. Eftir matinn fóru einhverjir í göngu á meðan aðrir sátu inni og spjölluðu saman eða lögðu sig eftir velheppnaðan en langan dag. Daginn eftir, þegar allir höfðu lokið við að borða morgunverð, var lagt af stað eftir að við höfðum kvatt og þakkað fyrir frábæra aðstöðu á Hótel Framtíð. Við keyrðum um Djúpavog og fórum meðal annars niður á höfnina í Gleðivík en þar er búið að setja upp skemmtilegt útilistaverk eftir Sigurð Guðmundsson. Lista- verkið samanstendur af eggjum sem hefur verið raðað eftir hafn- argarðinum. Frá Djúpavogi var svo ekið inn Berufjörð, yfir Öxi og niður í Skriðdal en heiðin heitir Breiðdalsheiði og er kominn góður vegur til Egilsstaða. Stoppað var við söluskálann til að bæta við kaffimeðlætið okkar og þar hittum við hana Arndísi Þorvalds- dóttur en hún var leiðsögumaðurinn okkar næstu þrjá daga. Hér tekur Arndís við og segir frá þeim dögum sem hún fylgdi okkur: Á ferð með Strandamönnum Fimmtudaginn 21. júní hitti ég hópinn á planinu við söluskál- ann á Egilsstöðum. Þar rekst ég strax á fararstýrurnar Guðrúnu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.