Strandapósturinn - 01.06.2013, Page 13
11
og hita sem fylgdi okkur sem eftir var ferðarinnar. Áfram var ekið
í gegnum Öræfin að Jökulsárlóni þar sem áð var og fólki leyft að
teygja úr sér og auðvitað voru teknar myndir. Því næst var haldið
heim að húsdýragarðinum Hólmi þar sem við fórum og skoðuð-
um ýmiss konar dýr. Þar á meðal voru lynghænur, fashanar, gæsir,
endur og ýmsar dúfnategundir.
Þegar komið var austur í Lón var kominn tími til að gefa fólk-
inu móakaffi. Ákveðið var að staldra við skammt frá Reyðará en
þar er hringskífa eða útsýnisskífa og bekkir og borð sem hentaði
okkur mjög vel.
Á Djúpavogi var gist á Hótel Framtíð sem stendur við höfnina í
virðulegu húsi sem byggt var árið 1905. Fyrir utan hótelið voru
fánar í alls konar litum sem höfðu verið settir upp 17. júní en þá
er bæjarhátíð á Djúpavogi og göturnar í bænum skreyttar hver í
sínum lit. Skreytingarnar voru ansi skemmtilegar en appelsínu-
rauða gatan, sem vann keppnina um flottustu götuna þetta árið,
var meðal annars með alls kyns fígúrur í sjógöllum svo sem brúð-
hjón, sjómenn og dýr. Á hótelinu fengum við frábærar móttökur,
góð herbergi og mjög góðan mat. Eftir matinn fóru einhverjir í
göngu á meðan aðrir sátu inni og spjölluðu saman eða lögðu sig
eftir velheppnaðan en langan dag.
Daginn eftir, þegar allir höfðu lokið við að borða morgunverð,
var lagt af stað eftir að við höfðum kvatt og þakkað fyrir frábæra
aðstöðu á Hótel Framtíð. Við keyrðum um Djúpavog og fórum
meðal annars niður á höfnina í Gleðivík en þar er búið að setja
upp skemmtilegt útilistaverk eftir Sigurð Guðmundsson. Lista-
verkið samanstendur af eggjum sem hefur verið raðað eftir hafn-
argarðinum. Frá Djúpavogi var svo ekið inn Berufjörð, yfir Öxi og
niður í Skriðdal en heiðin heitir Breiðdalsheiði og er kominn
góður vegur til Egilsstaða. Stoppað var við söluskálann til að bæta
við kaffimeðlætið okkar og þar hittum við hana Arndísi Þorvalds-
dóttur en hún var leiðsögumaðurinn okkar næstu þrjá daga.
Hér tekur Arndís við og segir frá þeim dögum sem hún fylgdi
okkur:
Á ferð með Strandamönnum
Fimmtudaginn 21. júní hitti ég hópinn á planinu við söluskál-
ann á Egilsstöðum. Þar rekst ég strax á fararstýrurnar Guðrúnu